HÍ dagatal sett upp í iPhone og iPad

Hér eru leiðbeiningar hvernig þið setjið Háskóladagatalið upp í iPhone og iPad.

Um er að ræða beina tengingu við SOGo kerfi HÍ sem er að finna á postur.hi.is. Þetta er tenging sem virkar í báðar áttir þannig að ef þú breytir eða bætir við viðburði í símanum að þá breytist það einnig á netinu og öfugt.

Hér má finna frekari leiðbeiningar um SOGo: Vefpóstur

En svona setjið þið upp dagatalið í iPhone, iPad og öðrum tækjum með iOS stýrikerfið.

1. Byrjið á því að smella á Settings í aðalvalmynd.

Settings

 

2. Veljið því næst "Mail, Contacts, Calendar".

Mail, Contacts, Calendar

 

3. Veljið "Add Account"

Add Account

 

4. Næst veljið þið "Other"

Other

 

5. Veljið næst "Add calDAV Account"

Add calDAV Account

 

6. Fyllið út þær stillingar sem beðið er um:

  • Server: cal.hi.is
  • User Name: Notandanafnið þitt (án @hi.is)
  • Password: Það sama og í Uglu og vefpóstinn
  • Description: Nafn eða lýsing á dagatalinu. Má vera hvað sem er. Hér notum við Dagatal HÍ.

Smellið því næst á "Next"

CalDAV stillingar

 

7.Nú er dagatalið klárt til notkunar. Farið í aðalvalmyndina og veljið "Calendar"

Calendar - Dagatal

 

8.Þessi gluggi opnast. Til að sjá hvaða dagatöl eru virk í þessum glugga smellið þá á "Calendars"

Calendars - Dagatal

 

9. Hér er listi af þeim dagatölum sem eru í boði. Þar sem við skýrðum dagatalið sem við vorum að tengjast Dagatal HÍ að þá birtist þau dagatöl sem þar eru til undir þeim titli. Hægt er að haka við og afhaka við þau dagatöl sem viðkomandi vill að séu sýnileg í dagatalinu sjálfu.

Listi yfir dagatöl

 

10. Þegar þið viljið svo bæta við viðburði í HÍ dagatalið með símanum eða spjaldtölvunni að þá smellið þið á plúsinn efst til hægri í dagatalinu (sjá mynd við skref 8). Undir Calendar veljið þið svo það dagatal sem þið viljið bæta við þessum viðburði.

Bæta við viðburði