Heimasvæði - Algengar spurningar

Get ég tengst heimasvæðinu/netdrifinu mínu heiman frá mér?
Hvernig get ég látið heimasvæðið mitt líta út sem drif heima hjá mér?

 • Allir geta nálgast gögnin sín á heimasvæðinu með því að nota ftp-forrit, í gegnum Uglu eða "mappað" drifið í tölvunni hjá sér.
 • Þeir notendur sem eru í þráðlausu-, ADSL-sambandi eða VPN tengdir við UTS, geta opnað heimasvæðið sitt líkt og í tölvuverum (möppun drifa).
 • Leiðbeiningar um tengingu við heimasvæði er að finna hér: Mappa heimasvæði.

 

Ég þurrkaði óvart út skrá eða allar skrár á heimasvæðinu mínu. Hvað get ég gert?

 • Tekin eru öryggisafrit af heimasvæðum á hverri nóttu.
 • Ef þú eyddir skjalinu sama dag og þú bjóst það til er það líklegast tapað.
 • Ef þetta er skjal sem þú hefur verið að vinna í lengur en 1 dag og þú hefur vistað það á heimasvæði þínu þá er hægt að ná í eintak úr síðustu afritatöku. Athugaðu þó að það eintak inniheldur ekki breytingar sem gerðar voru eftir að afritatakan fór fram.

 

Ég var að vista skjalið mitt en finn það ekki núna. Hvar er það?

 • Best er að nota Search til að leita að skjalinu. Ýttu á Start takkann og veldu þar Search og síðan viðeigandi valmöguleika. Einnig má reyna að búa til annað skjal og sjá hver sjálfgefin staðsetning á því skjali verður þegar þú vistar þetta nýja skjal. Þá eru líkur á því að hið eldra skjal sé einnig staðsett þarna. Einnig má athuga með að nálgast skjalið úr afritunartöku ef það hefur verið staðsett á heimasvæði.

 

Hvernig sé ég hvort einhverjir geti lesið gögnin sem ég er með á mínu heimasvæði?

 • Svo fremi að þú hafir ekki verið að breyta réttindum á heimasvæðinu þínu þá er þetta sjálfgefið allt læst. Ef þú hefur aftur á móti verið að breyta þeim þá getur þú keyrt skipunina rettindi í unix skel til að lagfæra réttindin, sjá nánar um það hér: Vefsíða birtist ekki - Access forbidden.
  Hægt er að aðgangstýra svæðinu og má lesa nánar um það hér: Aðgangstýring.

 

Nú er ég að ljúka/hætta námi við Háskóla Íslands, get ég áfram haft aðgang að Háskólanetinu/tölvupósti?

 • Nemendur sem útskrifast frá HÍ og eru með notandanafn samkvæmt formúlunni 3 bókstafir og tölustafir halda bæði póstfangi og Ugluaðgangi. Nemendur sem hætta námi og starfsfólk sem hættir störfum missir allan sinn aðgang að pósti, nettengingum og heimasvæðum.
 • Nemendur sem hætta námi missa venjulega öll sín réttindi 3 mánuðum eftir afskráningu. Starfsfólk sem hættir missir sinn aðgang ca. 1-2 vikum eftir að tilkynningin berst til okkar um starfslok.
 • Hægt er að biðja sérstaklega um að pósturinn verði áframsendur í nýtt pósthólf í tvo mánuði til viðbótar eftir að aðgangi er lokað.

 

Ég er með gögn á heimasvæðinu sem mig langar að fá þar sem ég er að ljúka/hætta námi. Hvernig er best að nálgast þau?

 • Best er að fara í tölvuver UTS og skrifa gögnin á tóman geisladisk. Geislaskrifara er að finna í öllum tölvuverum UTS. Einnig getur þú sett gögnin á USB lykil.
 • Einnig getur þú "mappað" drifið úr tölvunni þinni og dregið gögnin yfir á þína vél.

 

Hvernig get ég látið síðuna mína áframsendast sjálfkrafa á aðra síðu?

Að láta sína eigin heimasíðu (www.hi.is/~notandanafn / notendur.hi.is/notandanafn) tengjast beint (e. redirect) á aðra síðu eins og t.d. uni.hi.is/notandanafn er nokkuð aðvelt.  Einungis þarf að fylgja eftirfarandi skrefum.

 1. Búðu til textaskrá (í notepad eða öðru textaforriti) og nefndu skránna index.html
 2. Textann sem á að vera í þessari skrá má sjá hér neðst á síðunni og hann þarf að afrita yfir í skránna. ( Skref 1 og 2 má framkvæma saman með því að sækja textaskjalið sem fylgir þessari síðu.  Munið að vista skjalið sem index.html).
 3. Það eina sem þú þarft að breyta í textanum er notandanafnið.  Þar sem stendur http://uni.hi.is/notandanafn, þarftu að setja inn þitt notandanafn.  Ef þú vilt beina síðunni þinni annað en á uni.hi.is/notandanafn geturðu sett inn þá slóð sem þú vilt.
 4. Vistaðu skránna og flyttu hana í möppuna .public_html með því að fara í "Skrárnar mínar" í Uglunni eða mappa heimasíðusvæðið og færa beint yfir.

Textinn fyrir index.html skránna:

<!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//W3C//DTD HTML 4.0 Transitional//EN">
<HTML>
<HEAD>
<META HTTP-EQUIV="CONTENT-TYPE" CONTENT="text/html; ">
<META http-equiv="refresh" content="0;url=http://uni.hi.is/notandanafn" />
</HEAD>
<BODY LANG="en-US" DIR="LTR">
</BODY>
</HTML>