Gögn afhent til notenda sem eru hættir

Starfsmenn sem hætt hafa störfum hjá HÍ eða nemendur sem hætt hafa námi án þess að útskrifast, missa aðgang sinn að Uglu og öðrum kerfum HÍ.

Þeir notendur sem ekki lengur hafa aðgang að Uglu, en óska eftir afriti af öllum sínum tölvupósti og öllum gögnum á sínu heimasvæði, geta beðið UTS um afrit af gögnum sínum með því að senda beiðni á help@hi.is. Þessi beiðni og svar um að gögn séu tilbúin til afhendingar þarf að hafa borist áður en mætt er með USB lykil til tölvuþjónustunnar á Háskólatorgi eða Hamri

Í þágu notenda eru gögn þeirra geymd í allt að 7 ár. Hafi notandi sjálfur eytt einhverju af gögnum sínum, eru afrit af þeim aðeins geymd í 6 mánuði samkvæmt lögum um varðveislutíma persónugreinanlegra upplýsinga.

UTS tekur ábyrgð á að afhenda þessi gögn réttum aðila og því er nauðsynlegt að vísa fram skilríkjum þegar gögnin eru sótt. Notandinn þarf að koma með minniskubb (með USB tengi) til að setja gögnin á.

Geti notandi ekki sjálfur mætt á staðinn eru til nokkrir aðrir kostir til að afhenda þessi gögn: hala þau niður eða með skriflegu, undirrituðu umboði.

  1. Hafi notandinn íslenskan heimabanka má opna tímabundið fyrir aðganginn og senda notandanafn og lykilorð í heimabankann og þá getur notandinn skráð sig í Uglu eða mappað heimasvæðið og þannig nálgast gögnin sín sjálfur og tekið afrit af þeim.
  2. Möguleiki er á að að gefa einhverjum skriflegt umboð til að sækja gögnin og viðkomandi getur þá mætt milli kl 08 og 16 til tölvuþjónsutu UTS á Háskólatorgi eða Hamri. Nauðsynlegt er að sýna skilríki og skriflegt umboð. Þá er hægt að afhenda þeim aðila gögnin.