Nemendur sem óska eftir því að geta keyrt Linux á tölvuverstölvum er bent á tölvuver í Öskju 166. Vélarnar þar eru uppsettar bæði með Windows og Fedora GNU/Linux.
Þegar tölvan er endurræst þá kemur upp valmynd þar sem hægt er að velja annað hvort Windows eða Fedora GNU/Linux.
Ef ekkert er valið innan 5 sekúndna, þá ræsist tölvan upp í Windows.
Til að velja Fedora GNU/Linux þá er það gert með örvatökkunum á lyklaborðinu og síðan ýtt á Enter, - ekki er hægt að nota músina til að velja í þessari valmynd.
Þegar tölvan hefur ræst í Linux, þá getur þú skráð þig inn með notandanafninu þínu og lykilorði með sambærilegum hætti og þú gerir í Windows.
Allar upplýsingar um Fedora eru aðgengilegar á íslensku auk fjölda annarra tungumála á vef Fedora: https://getfedora.org/is/
Hugbúnaður sem m.a. er til staðar á tölvunum:
- R http://www.r-project.org/
- Matlab http://www.mathworks.se/products/matlab/
- Libre Office https://www.libreoffice.org
- GMT (Generic Mapping Tools) http://gmt.soest.hawaii.edu/
- QGIS http://www.qgis.org/en/site/
- GRASS GIS http://grass.osgeo.org/
- GIMP http://www.gimp.org/
- Blender http://blender.org