Gagnaflutningur frá Uglu-hópavef yfir í Teams

31. maí 2022 munu hópavefir Uglu (vinnusvæðin í Uglu) loka. Því er gott að vera búin að færa öll gögn yfir á Teams svæði eða á önnur svæði sem hópurinn hefur sammælst um. Hér að neðan er sýnt hvernig þú getur náð í öll gögn hópsins í Uglu og fært þau yfir á Teams svæðið í Uglu.

Ef ekki er til Teams-hópur þá er hér sýnt hvernig hann er búinn til: Stofna nýjan hóp

Ef þig vantar aðstoð við flutninginn sendu þá póst á help@hi.is eða hafðu samband gegnum þjónustugáttina á hjalp.hi.is.

 

1) Í Uglu farið velur þú þann hóp sem þú ætlar að sækja gögnin fyrir:
Smellið á þann hóp sem þið viljið færa gögn frá

2) Þegar þangað er komið þá smellir þú á takkann „Sækja allar skrár“:
Sækja allar skrár

3) Nú hefur þú sótt .zip skrá sem inniheldur öll skjöl hópsins. Til að setja gögnin rétt inn í Teams þarf fyrst að afþjappa (e. unzip) skránnum. Það er misjafnt hvernig það er gert en hér er sýnt hvernig það er gert í Windows. Opnið .zip skránna og smellið á „Extract all“:
Smellið á Extract all

4) Hér getur þú valið hvar þú vilt að afþjöppuðu skrárnar er að finna eftir afþjöppun. Hakaðu við „Show extracted files when complete“ til að skrárnar birtast um leið og afþjöppun er lokið. Smelltu því næst á „Extract“:
Finnið rétta staðsetningu og smellið á Extract

5) Opnið Teams og finnið þann hóp sem þið viljið flytja gögnin yfir í. Ef hópur fyrir gögnin hefur ekki þegar verið stofnaður má fylgja leiðbeiningum um að stofna hóp. Opnið skráarflipann með því að smella á „Skrár“ (e. Files) á viðeigandi rás. Algengast að velja rásina „Almennt“ (e. General):
Smellið á Hópar, Almennt, Skrár

6) Nú ætti glugginn með afþjöppuðu skránnum og Teams svæðið að vera tilbúið. Gott er að hafa þessa tvo glugga hlið við hlið. Merkið allar skrár og möppur sem þið ætlið að færa yfir og dragið svo frá möppunni yfir í Teams:
Merkið gögni og dragið á milli

7) ATH að ef um mikið magn er að ræða þá gæti þetta tekið einhvern tíma. Leyfði því Teams að vera opið á meðan yfirfærslan er í gangi. Hægt er að smella á „Hleður upp“ til að sjá hver staðan er á upphleðslunni:
Smellið á Hleður upp til að sjá stöðuna

8) Þegar „Hleður upp“ er horfið að þá ætti upphleðslan að vera búin og þá má eyða .zip skránni og afþjöppuðu skránum á tölvunni.