Gagnaflutningur frá heimasvæði yfir á OneDrive

Á  næstunni eru margir að fara að flytja gögnin sín af gömlu heimasvæðunum yfir á OneDrive. Hér er sýnt hvernig það er gert. Tryggið að tölvan sé í stöðugu netsambandi meðan á flutningi stendur.

Ef ykkur vantar aðstoð við flutninginn sendið póst á help@hi.is eða hafið samband gegnum þjónustugáttina á hjalp.hi.is. Við mælum með að þeir sem eru með mjög stór heimasvæði með mörgum undirmöppum eða macOS biðji um aðstoð við flutninginn. 

 

1) Byrjið á að fara í File Explorer, t.d. niðri á stikunni eða með því að skrifa það inn í leitina

 

2) Til að flytja gögnin er best að hafa bæði heimasvæðið og OneDrive uppsett á vélinni, athugið hvort bæði svæðin eru til staðar OneDrive - Háskóli Íslands og heimasvæðið með notandanafni ykkar (\\heima.rhi.hi.is)

 

3) Ef bæði svæðin eru inni farðu í skref 4, ef annað eða bæði vantar þarf að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum til að setja þau inn:

Heimasvæði: http://uts.hi.is/node/925

OneDrive: http://uts.hi.is/node/1215 

 

4) Farið inn á heimasvæðið í File Explorer og ýtið á ctrl - a til að velja öll skjölin. Dragið skjölin yfir á OneDrive - Háskóli Íslands. Ef ykkur finnst það þægilegra getið þið hægri smellt á OneDrive - Háskóli Íslands og smellt á "Open in new window" og dregið skjölin á milli gluggana. Einnig er hægt að búa til möppu á OneDrive - Háskóli Íslands fyrir flutninginn og færa gögnin þangað ef þið viljið hafa allt sem var á gamla heimasvæðinu í sér möppu.