Fullt pósthólf

Magn af gögnum í pósthólfi

Til að athuga hversu mikið pláss þú notar og hversu mikið þú átt eftir þá getur þú skráð þig inn á vefpóstinn: https://postur.hi.is/

  • Efst í vinstra horninu sérðu hversu mikið pláss er í notkun og hversu mikið er laust.
  • Nemendur hafa 1GB geymslupláss í upphafi en það stækkar sjálfkrafa þegar það er við það að fyllast upp í 2 GB hjá grunnnemum og 4GB hjá framhaldsnemum
  • Starfsmenn hafa óendanlegt geymslupláss fyrir tölvupóstinn. 10 GB fylgir með notendanafninu en rukkað er fyrir gagnamagn þegar pósthólfið fer yfir 10 GB samkvæmt gjaldskrá og stækkar það sjálfkrafa þegar þess er þörf.

Ef pósthólfið er orðið fullt er best að fara yfir möppurnar í vefpóstinum og athuga hvort ekki megi eyða stórum viðhengjum og sendum pósti.

Bæði í Squirrelmail og SoGo getur þú raðað pósti eftir stærð með því að smella á "Stærð" eða "Size".