Forsíða á geymsla.hi.is

Hér eru allir hlutar forsíðu geymsla.hi.is útskýrðir í stuttu máli:
Forsíða geymsla.hi.is

 1. Heimasvæðið mitt: Þetta er í raun bara tengill beint yfir á þessa forsíðu. Gott að nota þegar maður vill komast aftur þangað.
 2. Hópar: Hér eru þeir hópar sem þú ert hluti af. Ýmist hópar sem þú hefur búið til eða einhver annar hefur bætt þér í.
 3. Hjálp: Hér er að finna ýmsa hjálp varðandi notkun á Seafile.
 4. Leita að skrám: Hér er gott að leita að skrám sem þú manst kannski ekki alveg hvar eru staðsettar. Einnig getur þetta verið fljótleg leið til að komast þangað sem þið viljið.
 5. Athugasemdir: Hér koma ýmsar athugasemdir. Til dæmis ef einhver breytir skjali sem þú hefur aðgang að.
 6. Notandaíkon: Hér má nálgast "Stillingar" ásamt því að sjá hversu mikið gagnamagn er notað og hver umferðin hefur verið þann mánuðinn. Hérna er einnig hægt að skrá sig út úr geymsla.hi.is.
 7. Söfn: Hér má finna öll söfn tiltekins hóps. Þegar þið eruð stödd á ykkar eigin svæði (eins og hér) þá sjáið þið þau söfn sem þið eigið.
 8. Stjörnumerkt: Þið getið stjörnumerkt skrár og þá birtast þær hér. Gott að nota þetta ef þið eruð að nota tiltekin skjöl oft til að flýta fyrir aðgengi að þeim.
 9. Virkni: Hér er einskonar saga af því sem gerist á geymsla.hi.is. Þannig er gott að fylgjast með hreyfingu á skjölum ofl.
 10. Tæki: Þegar þið náið ykkur í biðlara (client) fyrir t.d. símann ykkar eða tölvurnar ykkar þá er hægt að sjá hér lista af þeim tækjum sem tengd eru við geymsla.hi.is með ykkar netfangi.
 11. Söfn: Hér er listi af þeim söfnum (Libraries) sem þið hafið deilt með öðrum. Ef einhver hefur deilt sínu safni með ykkur þá sjáið þið þau ekki hér heldur undir "Deilt" (sjá 15).
 12. Möppur: Hér er listi af þeim möppum (Folders) sem þið hafið deilt með öðrum.
 13. Tenglar: Hér er listi af þeim tenglum sem þið hafið deilt með öðrum. Þetta eru venjulega þá skjöl sem eru aðgengileg öllum á netinu.
 14. Mitt: Hér er listi af þínum söfnum.
 15. Deilt: Hér er listi af þeim söfnum sem deilt er með ykkur af öðrum.
 16. Nýtt safn: Smellið hér til að búa til nýtt safn.
 17. Yfirlit: Hér birtast listarnir sem þið biðjið um.
 18. Lesefni: Ýmist lesefni varðandi Seafile og geymsla.hi.is
 19. Biðlari: Smellið hér til að sækja ykkur biðlara (client) fyrir tölvuna og/eða símann.
 20. Um okkur: Grunnupplýsingar um kerfið.