Hér er sýnt hvernig þið setjið inn netstillingar og tengist eduroam í Windows 8 síma.
1) byrjið á því að sækja rótarskírteinið hér í símanum:
Ef þessi skrá hér að ofan virkar ekki (keyrir bara upp sem texti) þá prófið að nota þessa skrá: cacert.cer
2) Smellið á "Install" þegar þessi gluggi opnast:
3) Þá fáið þið upp skilaboð sem segja "Your certificates are installed", smellið þá á "OK":
4) Nú þarf að tengjast eduroam og það er einungis hægt þegar þið eruð stödd í byggingum sem bjóða upp á það. Farið í "Settings" og veljið þar "WiFi". Kveikið á þráðlausa netinu ef það er ekki kveikt nú þegar. Veljið svo í listanum "eduroam":
5) Setjið inn notandanafn og lykilorð. Það sama og þið notið í Uglu en munið að setja @hi.is fyrir aftan notendanafnið:
6) Kveikið á "Validate server certificate" og smellið síðan á kassann fyrir neðan ef Háskóli Íslands er ekki valinn:
7) Rennið niður listann og finnið rótarskírteini háskólans, "Univeristy of Iceland..." og smellið á það:
8) Smellið síðan á "done" og þá ættuð þið að tengjast eduroam netinu:
Vinsamlegast leitið til tölvuþjónustunnar Háskólatorgi eða Hamri ef þið lendið í vandræðum með að tengjast eftir að uppsetningu er lokið eða ef þið náið ekki að klára uppsetninguna.