eduroam - handvirkar leiðbeiningar fyrir MacOS

Ef sjálfvirka uppsetningin fyrir MacOS virkar ekki þá gæti þurft að setja upp eduroam tenginguna handvirkt eins og sýnt er hér að neðan. En við mælum eindregið með því að notendur notist við sjálfvirku uppsetninguna: Eduroam fyrir MacOS

Rótarskírteini sett inn:

Fyrst þarf að byrja á því að sækja og setja inn rótarskírteini HÍ í tölvuna.

1) Smellið hér á takkann fyrir neðan til að sækja rótarskírteinið:

Sækja skrá

 

2) Tvíklikkið því næst á skránna í downloads.

 

3) Veldu "System" og ýttu svo á "Add"

 

4) Þú gætir verið spurð/ur hvort þú viljir treysta skírteininu. Ýttu á "Always Trust".

 

5) Svo ertu beðin/n um að staðfesta keychain breytingu, settu inn nafn og lykilorð tölvunnar.

 

6) Þá ætti skírteinið að vera komið inn á tölvuna. Næst þarf að setja tenginguna upp. Farðu í netmerkið uppi í hægra horninu og í "Open Network Preferences"

airport

 

7) Veldu Airport eða WiFi á listanum og farðu í "Advanced".

advanced

 

8) Veldu 802.1X flipann. Ýttu þar á plúsinn og "Add User Profile"

 

9) Breyttu nafninu á prófílnum í eduroam-hi. Settu tölvupóstfangið þitt í "User Name" (ekki gleyma @hi.is). Lykilorðið seturðu í "Password". Haka á í "TTLS". Skrifa "eduroam" í "Wireless Network". Security type á að vera "WPA2 Enterprise". 

802.1 stillingar

 

10) Ýttu á "Configure..." takkann undir TTLS hakinu. Þar á að standa MSCHAPv2 í TTLS Inner Authentication og í Outer Identity seturðu notandanafnið þitt. Ýttu svo á "OK"

TTLS

11) Næst ýtirðu á "Configure Trust..." takkann og færð upp þennan Certificates glugga. Ýttu á plúsinn og veldu "Select Certificate From Keychain". 

12) Veldu "University of Iceland Certification Authority" á listanum og ýttu svo á "OK" 

13) Þá ættirðu að sjá skírteinið. Ýttu á "OK".

14) Ýttu þá loks á "OK". Nú ættirðu að tengjast eduroam. Ef tengingin kemur ekki sjálfkrafa gætirðu þurfti að fara í netmerkið uppi í hægra horninu og velja eduroam á listanum. Ef þú ert beðinn um notandanafn og lykilorð, mundu að setja allt tölvupóstfangið og lykilorðið.

802.1 stillingar

 

Vinsamlegast leitið til tölvuþjónustunnar Háskólatorgi eða Hamri ef þið lendið í vandræðum með að tengjast eftir að uppsetningu er lokið eða ef þið náið ekki að klára uppsetninguna.