Eduroam fyrir Android

Hér er sýnt hvernig þið setjið inn eduroam netstillingar í Android tæki.

ATH að ef þið eruð með Android stýrikerfið stillt á ensku gæti verið þægilegra að fylgja ensku leiðbeiningunum: Eduroam for Android

Sækja rótarskírteini (vottorð):

1) Byrjið á því að sækja rótarskírteinið með því að smella á takkann hér að neðan (þetta þarf að gerast í tækinu sem á að tengja við eduroam):
Sækja skrá
ATH ef þessi skrá virkar ekki í tækinu ykkar þá prófið þessa skrá: cacert.cer

2) Þegar tækið er búið að sækja rótarskírteinið (vottorðið) ætti það að keyrast upp sjálfkrafa. Ef það gerir það ekki smellið þá á það í tilkynningaglugganum (notification bar). Skrifið inn það nafn sem þið viljið notast við. Má vera hvað sem er. Við notum "Háskóli Íslands" í þessu tilviki. Í sumum tilvikum er spurt hvort um sé að ræða Wi-Fi eða VPN og er VPN venjulega sjálfvalið. Breytið því í Wi-Fi. Smellið síðan á "Í lagi":
Heiti vottorðs

3) Til að geta notað HÍ rótarskírteinið þá þarf að læsa símanum með pin-númeri eða mynstri. Þið getið sleppt rótarskírteininu ef þið viljið ekki læsa símanum en við mælum alls ekki með því að þið sleppið því:
Skjálæsing

Tengja við eduroam:

4) Núna er rótarskírteinið klárt fyrir örugga tengingu við eduroam. Nú þarf að tengjast sjálfu netinu og það þarf að gerast þegar þið eruð staðsett í byggingu sem býður upp á eduroam eins og byggingar HÍ. Fylgið þá þessum leiðbeiningum hér að neðan. Þessar stillingar þarf bara að gera í fyrsta skipti sem tækið tengist eduroam.

5) Farið í "Stillingar"/"Settings":

6) Veljið síðan "Netkerfi" og loks "Wi-Fi". Athugið að það sé kveikt á "Wi-Fi":
Netkerfi - Wi-Fi

7) Veljið eduroam á listanum yfir net í boði:
Veljið eduroam

8) Setjið inn eftirfarandi stillingar:

  • Öryggi: 802.1xEAP (Þarf ekki alltaf)
  • EAP-aðferð: PEAP
  • 2 stigs sannprófun: MSCHAPV2
  • CA-vottorð: Háskóli Íslands (eða það nafn sem þú valdir í skrefi 2)
  • Auðkenni: Setjið hér inn Háskóla-netfangið ykkar (með @hi.is)
  • Nafnleysi: Setjið hér inn Háskóla-netfangið ykkar (með @hi.is)
  • Aðgangsorð: Setjið inn lykilorðið ykkar. Það sama og þið notið í Uglu og vefpóstinn

Þegar þið hafið lokið við að setja inn allar stillingar ýtið þið á "Tengjast":
eduroam stillingar fyrir Android

Nú ætti tækið þitt að vera tengt eduroam.

Vinsamlegast leitið til tölvuþjónustunnar Háskólatorgi eða Hamri ef þið lendið í vandræðum með að tengjast eftir að uppsetningu er lokið eða ef þið náið ekki að klára uppsetninguna.