Dreamspark

Dreamspark er síða þar sem nemendur geta sótt sér forrit frítt eða með afslætti, til að notfæra sér þetta þarf að fara inn á síðuna dreamspark.com

 

1. Ýtt er á hnappinn "Learn more" undir "Dreamspark for Students" - "New to Dreamspark".

2. Ýta þarf á "Create account" til að búa til notanda á síðuna.

3. Fylla þarf út eyðublaðið. Þegar því er lokið er smellt á "Continue to verify".

4. Þá er farið í flipann "Download software" og smella svo á "go to student software catalog"

5. Hér eru nokkur dæmi um hvað er í boði fyrir nemendur Háskóla Íslands.

6. Hugbúnaður er valin og þá þurfið þið að auðkenna ykkur í fyrsta skipti sem þið sækið forrit. Ýtið þá á "Get verified". 

 

7. Þá smellið þið á "I can supply documentation" og fyllið út formið.

Fylla þarf út:

  • Country: Iceland
  • School name: Háskóli Íslands
  • Name On Evidence Documents: Nafn hugbúnaðar sem þið niðurhalið.
  • School Type: Higher Education
  • Email Address: notandi@hi.is
  • Attachment: Hér skal skanna háskólaskírteinið ykkar bæði að framan og aftan (sjá mynd 8) og vista sem pdf skjal. Næst er ýtt á "Browse" og þar finnur þú PDF skjalið af háskólaskírteininu þínu. Þá er ýtt á "Submit".

8. Skanna þarf háskólaskírteinið svona:

9. Það stendur að auðkenningin taki um 3-5 daga en við fengum svar næsta dag. Svar kemur í tölvupósti. Þegar svarið kemur er ýtt á linkinn í póstinum sem ætti að færa ykkur á síðuna til að niðurhala forritinu.