Búa til nýjan hóp á geymsla.hi.is

Að búa til hóp í Seafile er nokkuð einfalt. Hópar eru hugsaðir sem grunnur fyrir ákveðið samfélag. Ef verkefnið er lítið gæti verið nóg að deila safni eða möppu (sjá: Deiling á gögnum). En ef um stærra sameiginlegt verkefni er að ræða þá gæti verið gott að stofna hóp þar sem stillingar varðandi aðgengi er betra. Sjá hér nánar hvernig skipulagið á Geymslunni er: Skipulag á geymsla.hi.is.

Svona búið til til nýjan hóp:

1) Farið með bendilinn yfir "Hópar" efst í borðanum á geymsla.hi.is. Ef þið eruð þegar í hóp þá kemur þar listi af hópum. Þá smellið þið á "Allir hópar". Ef þið eruð ekki í neinum hóp þá smellið þið bara beint á "Hópar":
Búa til nýjan hóp

2) Skrifið inn nafn á hópnum og smellið á "Samþykkja":
Nafn á nýjum hóp - Samþykkja

Nú er hópurinn tilbúinn. Þá er hægt að framkvæma eftirfarandi:

  1. Bæta við félögum og kerfisstjórum í hópinn
  2. Deila gögnum með hópnum
  3. Hefja umræðu í hópnum
  4. Fara í stillingar og setja inn mynd, skipta um nafn og loka hópnum