Breyting notendan innan HÍ

1. Nemendur verða starfsmenn

Eftir útskrift nemenda

Nemendur sem útskrifast og eru með netfang samkvæmt nýju formúlunni, s.s. 3 stafir og svo tölustafir fyrir aftan, halda aðgangi sínum eftir útskrift. Nemendur halda netfanginu sínu og geta þannig útbúið síu til að áframsenda allan póst, sem berst á háskólanetfangið, á annað netfang sem viðkomandi hefur komið sér upp eins og t.d. Hotmail eða Gmail. Aðgangur að Uglu helst að því leytinu að nemendur geta séð námskeið, einkunnir o.fl. er varðar þeirra nám. Öll önnur þjónusta svo sem eins og umsókn um netaðgang, "skrárnar mínar" o.fl verður hins vegar ekki lengur í boði.
Nemendur sem eru með gömul notendanöfn, sem innihalda ekki tölustafi, missa Uglu aðgang sinn eftir útskrift.

Nemendur verða starfsmenn

Nemendur sem verða starfsmenn, annað hvort eftir útskrift eða með námi, fá nýjan aðgang, svo kallaðan starfsmanna aðgang. Þannig að notandi sem er nemandi og starfsmaður hefur tvo aðganga. Starfsmenn eiga ekki notendanöfn sín eftir að þeir hætta störfum. Verðandi starfsmenn geta óskað eftir notendanafni sem er ekki lengri en 8 stafir. Við getum svo athugað hvort notendanafnið sé laust.

Til þess að stofna starfsmanna aðgang fyrir nemanda þarf skrifstofustjóri að senda beiðni í gegnum Uglu undir “Tölvuþjónusta” og “Nýskráning notenda”.

2. Starfsmenn sem verða nemendur

Starfsmenn sem hætta störfum og hefja nám

Þegar starfsmaður hættir störfum og hefur nám við HÍ þá þarf að segja starfsmanni uppi með hefðbundnum hætti. Fyrrum starfsmaðurinn þarf svo að úthluta sér nýjum nemanda aðgangi með veflykli á nýnema síðunni nynemar.hi.is.

Þegar starfsmenn hefja nám samhliða starfi

Starfsmenn sem hefja nám en munu áfram vera starfsmenn þurfa þeir að úthluta sér nemenda aðgangi með veflykli á nynemar.hi.is, í kjölfarið munu þeir vera með tvo aðganga.

Hér að neðan má sjá flæðirit fyirir þau tilfelli sem nr. 2 á við. Smellið á mynd til að sjá stærri.

flæðirit, notendur