Auglýsingar á skjáhvílum í tölvuverum

UTS hefur um nokkurt skeið tekið að sér að birtingu skjáauglýsinga í tölvuverum Háskólans. Svör við öllum helstu spurningum varðandi þessar auglýsingar er að finna hér að neðan.

Hvernig birtast þessar auglýsingar?

Auglýsingarnar eru venjulegar .gif eða .jpg myndir sem birtast á öllum tölvuskjám í tölvuverum UTS.

Þegar tölvan er ekki í notkun fer í gang skjásvæfa (e. screensaver) sem skiptir um auglýsingu á mínútu fresti. Skjáir í tölvuverum eru 23", og eru myndir birtar í a.m.k. 1920 x 1080 pixla upplausn (high color / true color).

Tölvur í tölvuverum UTS eru nú um 300 talsins, auk þess sem auglýsingar birtast einnig í fyrirlestrarsölum Háskólans.

Smellið hér til að sjá kort af staðsetningu tölvuvera á Háskólasvæðinu.

Hvernig er þessi miðill frábrugðinn öðrum auglýsingamiðlum?

  1. Þetta er mjög áhrifarík leið til að ná til þröngs markhóps.
  2. Allar tölvur sem birta auglýsingar eru tengdar Interneti og því stutt að fara ef notandinn vill afla sér frekari upplýsinga um vöru/þjónustu á vef.
  3. Auglýsendur eru fáir á hverjum tíma (hámark 10).

Hvers konar fyrirtæki hafa helst auglýst á þennan hátt?

Sem dæmi um auglýsendur má nefna tölvufyrirtæki, verslanir, fjármála- og fjármögnunarfyrirtæki, banka og sparisjóði, símafyrirtæki, bílaumboð, leikhús, veitingastaði og líkamsræktarstöðvar svo fátt eitt sé nefnt.

Hvað kostar skjáauglýsing í tölvuverum?

Skipt er um auglýsingar á viku fresti og því reikningsfært fyrir a.m.k. einnar viku birtingu. Í vikugjaldi er innifalin birting 1 - 2ja mismunandi mynda frá hverjum aðila.

Vikugjald er kr. 35.000, + VSK.

Stofnanir, deildir og nemendafélög innan HÍ fá 50% afslátt af þessu verði.

Hvernig panta ég auglýsingu?

Til að panta auglýsingu eða fá frekari upplýsingar skal senda tölvupóst á help@hi.is. Það sem koma þarf fram í pöntun er:

  • Nafn og netfang þess sem pantar (tengiliður)
  • Nafn fyrirtækis, hóps eða þess sem er að auglýsa
  • Kennitala þess sem greiðir fyrir auglýsinguna
  • Auglýsingin sjálf í upplausninni 1920 x 1080 pixlar, jpg, gif eða tif

Athugið: Myndir þurfa að berast á help@hi.is fyrir kl. 12.00 á föstudegi til að tryggt sé að auglýsing birtist vikuna eftir.