Áskrift að pósthólfi - Thunderbird

Hér er sýnt hvernig hægt er að gerast áskrifandi að pósthólfi sem maður hefur aðgang að. Hér er sýnt hvernig þetta er gert í Thunderbird.

1) Hægrismellið á inboxið og veljið "Subscribe":

Hægrismellið á Inbox og veljið Subscribe

 

2) Þá opnast þessi gluggi. Hér förum við niður listann þar til við finnum "Other Users". Smellum þá á örina fyrir framan og hökum við þau pósthólf sem við viljum gerast áskrifendur að. Smellum því næst á "OK":

Other Users - subscribe

 

3) Nú er pósthólfið orðið sýnilegt hjá ykkur í Thunderbird. Það birtist undir "Other Users" Smellið á örinna fyrir framan til að sjá pósthólfin sem þið eruð áskrifendur að og smellið á viðeigandi pósthólf til að sjá þann póst sem þar er að finna:

Other Users

 

Til að geta sent tölvupóst í nafni hópsins eða nemendafélagsins, þarf að stilla það sérstaklega í Thunderbird. Hér eru leiðbeiningar um að Senda frá öðru nafni