Áskrift að pósthólfi - Squirrel Mail

Þegar aðgangurinn hefur verið veittur þarf hver notandi sem notar Squirrel Mail að setja sameiginlega pósthólfið í áskrift með því að smella á [ Folders ] eða [ Möppur ] og kemur þá upp eftirfarandi vefsíða. Í kassanum hægra megin er listi til að velja nafnið á sameiginlega pósthólfinu. Síðan er smellt á takkann fyrir neðan og við það færist nafnið á pósthólfinu yfir í kassann vinstra megin.  Eftir nokkur andartök birtist krækja á síðunni sem gefur möguleika á að uppfæra möppulistann í valslánni vinstra megin. Ef smellt er á krækjuna, birtist sameiginlega pósthólfið í möppulistanum og hægt er að lesa og svara pósti:

Screen showing webpage

 

Squirrel Mail gefur stjórnum möguleika á að senda tölvubréf í nafni nemendafélaga. Til að virkja þetta þarf að skrá sig út úr vefpóstinum og velja ensku sem tungumál og skráðu sig inn aftur í vefpóstinn (Squirrel Mail).

Síðan á að smella á hér: https://webmail.hi.is/sqmail/src/options_order.php

Við það birtist eftirfarandi valmynd:

Skjámynd af valkostum fyrir Index í Squirrel mail

Þú þarft að velja [ From] og smella síðan á [ Add ] hnappinn. Síðan geturðu fært það upp í listanum. Síðan þarftu að skrá þig út úr vefpóstinum og síðan inn aftur. Aðeins þarf að stilla þetta einu sinni.

Þá geturðu búið til nýtt tölvubréf og þá geturðu valið hvort sendandinn ert þú persónulega eða nemendafélagið.