Áskrift að pósthólfi - Outlook 2016 og 2013

Hér er sýnt hvernig hægt er að gerast áskrifandi að pósthólfi sem maður hefur aðgang að. Hér er sýnt hvernig þetta er gert í Outlook 2016 og 2013 en þetta er mjög svipað í seinustu útgáfum.

 

1) Smellið á flipann "Folder" og því næst "IMAP Folders" undir IMAP hlutanum:

Folder - IMAP folder

 

2) Þá opnast þessi gluggi. Hér smellum við á "Query" til að fá upp lista yfir þau pósthólf sem við höfum aðgang að. Þarna er einnig að finna þau pósthólf sem þið þegar hafið aðgang að.

Farið niður listann þangað til þið komið að "Other Users". Þar er að finna þá almennu póstlista sem þú hefur aðgang að. Smellið á þann sem þið viljið gerast áskrifendur að. Smellið því næst á "Subscribe" og loks "OK":

Query and subscribe

 

3) Nú er pósthólfið orðið sýnilegt hjá ykkur í Outlook. Það birtist undir "Other Users" Smellið á örinna fyrir framan til að sjá pósthólfin sem þið eruð áskrifendur að og smellið á viðeigandi pósthólf til að sjá þann póst sem þar er að finna:

Other Users