Áskrift að pósthólfi - MacOS Mail

Hér er sýnt hvernig hægt er að gerast áskrifandi að pósthólfi sem maður hefur aðgang að. Hér er sýnt hvernig þetta er gert í MacOS Mail.

 

1) Hægrismellið á inbox fyrir hi-póstinn og veljið "Get Account Info":

Hægrismellið á Inbox og veljið Get Account Info

 

 

2) Veljið hér "Subscription List". Hér getið þið svo valið undir "Other Users" hvaða pósthólf við viljum gerast áskrifendur að með því að haka við þau eða smella á þau og velja "Subscribe". Nú má loka þessum glugga:

Subscription List

 

3) Nú er pósthólfið orðið sýnilegt hjá ykkur í Mail. Það birtist undir "Other Users" Smellið á örinna fyrir framan til að sjá pósthólfin sem þið eruð áskrifendur að og smellið á viðeigandi pósthólf til að sjá þann póst sem þar er að finna:

Other Users