Afrit tekið af Háskólapóstinum

Það eru ýmsar leiðir til að nálgast póstinn sinn og hlaða niður á tölvuna eða flytja annað. Þetta er gott að gera þegar td. loka á póstinum þínum @hi.is.

Taka afrit beint á tölvuna

Ein leið er að færa póstinn yfir á tölvuna. Þá þarf að setja póstinn upp í einhverju póstforriti. Við mælum með Thunderbird sem er einfalt og gott og frítt á netinu. Fyrst þarf að setja upp forritið. Síðan þarf að setja upp hi póstinn í forritinu. Hér eru leiðbeiningar hvernig það er gert: Thunderbird

1. Nú þegar þú sérð póstinn í Thunderbird getur þú smellt á þær möppur sem þú vilt eiga og dregið þær niður í "Local Folders".

Inbox - Local Folders

2. Í þessu dæmi hef ég ákveðið að vilja eiga þær möppur sem kassi er utanum. Ég dreg eina möppu í einu niður í Local Folders. Þetta gæti tekið einhvern tíma, en það fer eftir stærð og fjölda pósta sem eru í hverri möppu fyrir sig hversu langan tíma þetta tekur að niðurhala póstinum. (Þú getur haldið inni Ctrl og smellt á allar þær möppur sem þú vilt og dregið þær svo niður)

Move Folders

3. Þegar þið sjáið möppurnar undir Local Folders þá eru þær möppur vistaðar í tölvunni. Það sem gerist er í raun að þið takið afrit af því sem er í Háskólapóstinum og setjið á tölvuna. Pósturinn sem þið dróguð niður er því núna einnig vistaður á harða disknum í tölvunni.

Þetta er mjög svipað í öllum póstforritum og virkar eins. T.d. Outlook vinnur alveg eins og hér sýnt.

Færa póstinn yfir á aðra vefþjóna

Það er einnig möguleiki að flytja svo póstinn yfir á aðra vefþjóna. T.d. ef þú ert með gmail þá getið þið sett upp gmail í Thunderbird eða í öðrum póstforritum eftir þessum leiðbeiningum.  Þegar þið eruð svo með gmail uppsett í póstforritinu og einnig HI póstinn þá getið þið dregið HI möppurnar beint yfir í gmail póstinn og þannig hafið þið fært póstinn ykkar yfir á gmail og þá er hann aðgengilegur hvar sem er og þanig hefur þú tekið backup af öllum þeim möppum sem þú fluttir yfir.

Move mail to gmail