Aðgangstýring

1. Aðgangsstýring að heimasíðu kennara fyrir útvalda

Til að setja upp aðgangsstýringu fyrir tiltekið skráasafn er það gert þannig:

Setjum sem svo að það heiti privat og sé undir .public_html og kennari vilji hleypa notendunum joi, siggi og oli inn á það og sjálfum sér líka.

Best er að gera þetta á Kötlu (katla.rhi.hi.is).

   1. Fara inn í .public_html og búa til skráasafn privat með 'mkdir privat'.

       # cd .public_html
       # mkdir privat

   2. Fara inn í privat með 'cd privat'.
   3. Finna heimasvæðið með 'echo $HOME':

       # echo $HOME
       /users/kenn/kennari

   4. Búa til skrána .htaccess með eftirfarandi innihaldi þar sem úttakið úr echo-skipuninni er notað:

       AuthUserFile /users/kenn/kennari/.public_html/privat/.htpasswd
       AuthGroupFile /users/kenn/kennari/.public_html/privat/.htgroup
       AuthName nemendur
       AuthType Basic
       require group nemendur

   5. Búa til skrána .htgroup með eftirfarandi innihaldi:

       nemendur: kennari joi siggi oli

   6. Búa til skrána .htpasswd með eftirfarandi skipun:

       # /usr/local/bin/htpasswd -c .htpasswd kennari
       Adding password for kennari.
       New password:
       Re-type new password:
       #

       Það sama er gert fyrir nemendurna en án þess að setja -c á htpasswd skipunina, þ.e.

       # /usr/local/bin/htpasswd .htpasswd joi
       # /usr/local/bin/htpasswd .htpasswd siggi
       # /usr/local/bin/htpasswd .htpasswd oli

Þá hafa allir fjórir hver sitt notandanafn og aðgangsorð og hafa einir aðgang að þessu svæði.


2. Eitt lykilorð fyrir alla nemendur í tilteknu námskeiði

Einnig er hægt að setja upp eitt notandanafn og aðgangsorð,t.d. fyrir alla nemendur í tilteknu námskeiði og
láta þá alla nota það.

Það er örlítið einfaldara:
.htaccess lítur þá þannig út:AuthUserFile /vd/magnus/.public_html/privat/.htpasswd
AuthName nemendur
AuthType Basicrequire user nemendur.htgroup skráin þarf ekki að vera til og .htpasswd er búin til með
skipuninni:

# htpasswd -c .htpasswd nemendur

og aðgangsorðið er slegið inn.
 

3. Aðgangi stýrt eftir netlénum (e. Domains)

Einnig er hægt að stýra aðgangi eftir netlénum. Bæði er hægt að hleypa tilteknum netlénum inn og útiloka önnur.
Dæmi um .htaccess skrá:deny from all
allow from .hi.is
deny from sel.rhi.hi.is

 

4. Aðgangi stýrt eftir netlénum auk aðgangsorða

Þá má einnig blanda saman aðgangsorðastýringu og netlénastýringu:

Ef t.d. á að hleypa inn öllum sem koma frá HI-neti og nokkrum utan HÍ gæti
.htaccess litið svona út:

AuthUserFile /vd/magnus/.public_html/privat/.htpasswd
AuthGroupFile /vd/magnus/.public_html/privat/.htgroup
AuthName nemendur
AuthType Basicdeny from all
allow from .hi.is
require group nemendur
satisfy any

Þeir sem tengjast frá .hi.is komast því beint í síðuna og allt sem er undir henni en þeir sem koma annars staðar frá eru beðnir um notandanafn og aðgangsorð.