Aðgangsstýring að sameiginlegu pósthólfi

Aðgangur er einungis veittur notendum HÍ. Kerfisstjórar veita einum eða fleiri umsjónaraðgang til að aðgangsstýra viðkomandi pósthólfi. Notandi sem er með umsjónaraðgang (admin) að pósthólfinu getur gefið öðrum aðgang að því og jafnvel gefið öðrum umsjónaraðgang. Það hentar vel þegar skipt er um stjórnendur hópa.

Hér að neðan má sjá hvernig þið aðgangsstýrið pósthólfi.

SOGo (postur.hi.is)

1) Skráið ykkur inn á postur.hi.is

2) Undir möppunni "Aðrir notendur" (Other users) sjáið þið öll þau pósthólf sem þið hafið aðgang að. Smellið á litla plúsinn fyrir framan möppuheitið til að sjá pósthólfin:
Aðrir notendur

3) Hægrismellið á það pósthólf (möppu) sem þið viljið aðgangsstýra og veljið "Samnýting":
Hægrismella á pósthólf og velja "samnýting"

4) Þá opnast þessi litli gluggi. Hér sést hverjir hafa aðgang að þessu pósthólfi. "Sérhvern innskráðan notanda" línan er ávallt til staðar en þar er möguleiki að gefa öllum notendum aðgang að pósthólfinu. Ekki er þó ráðlagt að nota það nema að vel ígrunduðu máli.

Í þessu dæmi þá er engin með aðgang að þessu pósthólfi. Við smellum því á íkonið vinstra megin til að bæta notanda við þennan lista. Til að eyða notanda út af listanum þá veljið þið hann og smellið á íkonið hægra megin:
Smellið á íkonin til að velja aðgerð

5) Hér skrifum við inn í leitarreitinn það nafn eða notandanafn sem við viljum bæta við. Listinn þrengist eftir því sem meira er skrifað. Veljið síðan þann notanda sem þið óskið eftir að gefa aðgang og smellið á "Bæta við". Hægt er að bæta við mörgum á þennan hátt áður en þið lokið þessum glugga. Smellið á "Ljúka" þegar þið hafið bætt þeim við á listann sem þið viljið gefa aðgang:
Leita að notendum

6) Hér sjáum við að nafnið er komið á listann. Tvísmellum nú á nafnið til að opna aðgangsstýringar fyrir viðkomandi:
Tvísmellið á nafnið

7) Nú opnast þessi gluggi þar sem hægt er að velja tiltekinn aðgang fyrir viðkomandi notanda. Merkið við það sem viðkomandi á að hafa aðgang að og smellið á "Uppfæra". Ef þetta á að vera umsjónaraðili yfir þessu pósthólfi þá merkið við alla kassa:
Aðgangsstýringar

8) Þegar öllu þessu er lokið má loka notandalistanum. Nú er búið að gefa viðkomandi aðgang að pósthólfinu og ætti hann að sjá pósthólfið undir "Aðrir notendur" hjá sér.

 

SquirrelMail (vefpostur.hi.is)

1) Skráið ykkur inn á  https://vefpostur.hi.is

2) Smellið á "Shares" í efstu línunni (lengst til hægri).

3) Finnið pósthólfið sem á að gera breytingu á og gerið eftirfarandi:

  • Taka út notanda: Til að taka út notendur þarf að taka öll hök af Read, Insert, Post, Delete, Admin og smella svo á "Update".
  • Bæta við notanda: Til að bæta við notendum þá er viðkomandi notandanafni (án @hi.is) bætt við í auða reitinn og hakað svo við það sem á að gefa aðgang að. Smellið svo á "Update".