VPN fyrir Windows 10

Hér má finna leiðbeiningar hvernig þú setur upp VPN tengingu í Windows 10.

ATH að ekki er hægt að tengjast með VPN-i ef þú ert nú þegar tengd(ur) neti HÍ.

Ef myndirnar hér að neðan eru ekki þær sömu og þú færð þá eru hér leiðbeiningar fyrireldri útgáfu af Windows 10: VPN fyrir Windows 10 (eldri útgáfa)

1) Opnaðu "Network and Sharing Center". Það getur þú t.d. gert með því að hægrismella á net-íkonið neðst til hægri á tækjastikunni og velja þar "Network and Sharing Center":

Open Network and Sharing Center

2) Þegar hingað er komið smellum við á "VPN" vinstra megin og svo á plúsinn hægra megin "Add a VPN connection":
Add a VPN connection

 

3) Hér fyllið þið inn í eftirfarandi reiti:

  • VPN provider: Windows (built-in)
  • Connection name: VPN HÍ (eða eitthvað nafn sem er lýsandi fyrir tenginguna)
  • Server name or address: vpn.hi.is
  • VPN type: Point to Point Tunneling Protocol (PPTP)
  • Type og sign-in info: User name and password.
  • User name: Ykkar notandanafn og þar fyrir aftan skrifa nemendur @nemendur.hi.is (dæmi abc123@nemendur.hi.is). Starfsmenn skrifa sitt notandanafn og setja fyrir aftan @starfsm.hi.is (dæmi abc@starfsm.hi.is). ATH að ef að þetta er ekki ykkar tölva að þá skuluð þið ekki fylla þetta út hér.
  • Password: Sama lykilorð og í Uglu og vefpóst.
  • Remember my sign-in info: Hakið hér ef þetta er ykkar tölva og þið viljið að hún muni notandanafn og lykilorð til að auðvelda tengingu í framtíðinni.

Smellið að lokum á "Save":

VPN connection settings

 

4) Nú þegar allt er klárt þá á bara eftir að tengjast. Til eru ýmsar leiðir til að nálgast tenginguna. Ein er að smella á net-íkonið neðst í hægra horninu og velja þar svo VPN tenginguna sem við vorum að búa til (ATH að núna vinstrismellum við á íkonið) og veljum "Connect:

Tengjast VPN HÍ

5) Nú ættum við að tengjast VPN-i Háskólans. Við erum hér beðin um notandanafn og lykilorð ef við létum tölvuna ekki geyma þær upplýsingar fyrir okkur. Munum þá að nota það notandanafn sem útskýrt var í skrefi 3

ATH að ekki er hægt að tengjast með VPN-i ef tölvan er á Háskólanetinu.