VPN fyrir MacOs 10.5+

ATH eftir nýjustu uppfærslu stýrikerfisins (10.12 Sierra) styður Apple ekki lengur PPTP tengingar og því virka þessar leiðbeiningar ekki fyrir það stýrikerfi. Unnið er að lausn á þessu útspili Apple.

Svona á að tengja VPN tengingu í MacOs Leopard:

1. Smelltu á "Eplið" og veldu "System Preferences" og smelltu þar á "Network".

System Preferences

2. Veldu plúsinn neðst í vinstra horni:

Network

3. Smelltu á örina til hægri í vallistanum og veldu eftirfarandi:

 • Interface: VPN.
 • VPN Type: PPTP
 • Service Name: Háskóli Íslands.

Smelltu svo á Create

Select the interface and enter a name for the new service.

4. Því næst þarf að breyta stillingum á eftirfarandi hátt:

 • Server Address: vpn.hi.is
 • Account name: fyrir starfsmenn: notandanafn@starfsm.hi.is og fyrir nemendur: notandanafn@nemendur.hi.is
 • Encryption: Maximum (128 bit only)
 • Authentication Settings: Setur hér inn lykilorðið þitt, það sama og þú notar í Uglu.
 • Hakið við "Show VPN status in menu bar"

Smellið því næst á "Advanced" takkann.

VPN settings
 

User Authentication

5. Þegar þið eruð komin í Advanced, þá smellið þið á Options flipann og hakið við eftirfarandi:

 • Diconnect when switching user accounts
 • Diconnect when user logs out
 • Send all traffic over VPN connection
 • Ekki haka við Use verbose logging

VPN Options

6. Smelltu á "OK" og því næst á "Connect"

Connect

ATH að þú getur ekki tengst með VPN ef þú ert nú þegar tengd(ur) neti HÍ.

Nú ætti tengingin að vera orðin virk og glugginn að líta nokkurnveginn svona út:

Network. Status Connected

7. Í valröndinni efst (menu bar) er nú komið tákn fyrir VPN tengingu Háskólans og til að tengjast eða aftengjast þarf nú einungis að smella það tákn og velja aðgerð.

Connect to Háskóli Íslands