VPN fyrir iPad og iPhone - iOS 9 og eldra

ATH eftir nýjustu uppfærslu stýrikerfisins (iOS 10) styður Apple ekki lengur PPTP tengingar og því virka þessar leiðbeiningar ekki fyrir það stýrikerfi. Hér eru leiðbeiningar fyrir iOS 10 og nýrri: VPN fyrir iPad og iPhone - iOS 10 og nýrra

Hér getið þið séð hvernig þið komist að því hvaða iOS útgáfu þið eruð með: Hvaða iOS er ég með?

Svona setjið þið upp og tengist VPN tenginu HÍ. ATH að tækið þarf að vera nettengt til að hægt sé að tengjast VPN-i HÍ. Hins vegar er ekki hægt að tengjast VPN-i háskólans ef tækið er þegar tengt neti HÍ.

1) Smellið á Settings á aðalskjánum (Home screen).

iPad Settings

 

2) Smellið á "General" og svo "Network".

General - Network

 

3) Smellið nú á "VPN".

Network - VPN

 

4) Smellið a "Add VPN Configuration".

Add VPN Configuration

 

5) Nú opnast gluggi þar sem þið setjið inn eftirfarandi stillingar:

  • Veljið fyrst PPTP efst
  • Description: Heiti á tengingu. Má vera hvað sem er. T.d. VPN HÍ
  • Server: vpn.hi.is
  • Account: Hér setja nemendur inn "sitt notandanafn"@nemendur.hi.is og starfsmenn "sitt notandanafn"@starfsm.hi.is. Td. abc11@nemendur.hi.is
  • RSA SecureID: OFF
  • Password: setjið hér inn sama lykilorð og á Uglu ef þið viljið ekki þurfa að setja það inn í hvert skipti sem þið tengist. Ef þetta er tæki sem margir nota þá skuluð þið ekki skrifa neitt hér.
  • Encryption Level: Maximum
  • Send All Traffic: ON

Smellið síðan á "Save" þegar búið er að fylla þetta út.

VPN configuration

 

6) Nú eru stillingar klárar. Til að tengjast HÍ með VPN-i þá einfaldlega farið þið sömu leið og í skrefi 1. Smellið á "Settings" og þar við hlið VPN getið þið kveikt á því með því að velja "ON". Nú ætti tækið að tengjast VPN-i HÍ.

VPN - on