Vodafone

Vodafone leiðbeiningar Bewan beinir (e.router)

1. Athugið að allar snúrur séu rétt upp settar. Mjói endinn á símasnúrunni (nr.1 sjá mynd.1) þarf að tengja við símatengil í vegg  og breiði endinn á símasnúrunni í gráa gatið á beiningum(e.roternum). Gula gatið (nr.3) er fyrir netsnúruna sem er með tvo breiða enda og þarf annar breiði endinn að vera tengdur í vegg.

Mynd.1. Tenging símasnúru og netsnúru.

Mynd 1

2. Nú getur þú fengið upp heimasíðu beinisins með því að skrá þessar tölur í vafraglugga(Explorer, Crome, Firefox), 192.168.1.1. Við þetta opnast stillingarsíða beinis.

3. Ef að ekki er kveikt á þráðlausa netljósinu á beininum  og stöðuljósinu. Þarf að kveikja á roternum og/eða athuga tengingar við net og símasnúru.

Mynd.2. Rétt uppsettur beinir sem er í netsambandi (athuga að  3G ljósið þarf ekki að vera).

 Mynd 1
4. Beðið er um notandanafn og lykilorð á heimasíðu beinisins það er bæði vodafone.
5. Opnið gluggan þar sem stendur Beinir og veljið internet. Undir Internet stillingar þarf að þurrka út sjálfgefna lykilorðið frá Vodafone og setja inn notandanafn og lykilorð sem þú fékkst úthlutað hjá UTS. Ef að þú ert ekki búin að sækja um ADSL hjá UTS þarftu að fara í Ugluna og sækja um: https://ugla.hi.is/thjonusta/umsoknir/net/internet.php?sid=3606
6.    Athugið að þegar sótt er um á uglunni verður ADSL lykilorðið ekki virkt fyrr en á miðnæti. Ekki er ráðlagt að setja lykilorðið inn á beinirinn fyrir þann tíma.
7.  

    Mynd 2
8. Nú ætti þú að fá tengingu og Internet ljósið ætti að kvikna á beini, sjá mynd.2.
9. Til að bæta við fleiri tölvum inn á þráðlausa heimanetið þarf yfirleitt að setja inn WEP, sú talnaruna er á bakhlið beinis undir key.
10. Ef að notendur hafa glatað ADSL lykilorði eða eru í vandræðum með nettengingu er einnig hægt að hringja í Tölvuþjónustu UTS, s.5254222. Opið virka daga milli 8-16.

Einnig er hægt að nálgast lykilorðið undir "ADSL lykilorð" í Uglu undir tölvuþjónusta> nettengingar>ADSL> ADSL lykilorð.