Uppsetning HÍ pósts í Windows Mail

Hér á eftir fylgja leiðbeiningar um uppsetningu HÍ pósts í Windows Mail.

1) Opnið Mail forritið í Windows

2) Smellið á "Accounts" vinstra megin í stikunni og svo á "+ Add account" hægra megin:
Smellið á Add account

3) Skrunið niður listann og veljið "Advanced setup":
Veljið tegund af reikningi

4) Veljið hér "Internet email":
Veljið Internet email

5) Hér þarf að setja inn eftirfarandi stillingar:

  • Email address: Setjið inn fullt netfang (með @hi.is)
  • Username: Setjið bara inn notandanafn (ekki með @hi.is)
  • Password: Sama lykilorð og inn í Uglu
  • Account name: Hér setjið þið inn gott nafn fyrir þetta pósthólf. Má vera hvað sem er. Í þessu dæmi notum við HÍ póstur
  • Send your messages...: Setjið hér inn nafnið ykkar eins og það á að birtast hjá þeim sem þið sendið póst
  • Incoming email server: imap.hi.is
  • Account type: IMAP4 (mikilvægt að velja IMAP hér)
  • Outgoing (SMTP): smtp.hi.is
  • Hakið síðan í alla möguleikana neðst.

Smellið því næst á "Sign in":
Stillingar fyrir HÍ póstinn

6) Nú er búið að setja upp HÍ póstinn. Smellið á "Done":
Reikningur tilbúinn til notkunar

7) Nú er bara að smella á HÍ póstinn í stikunni vinstra megin til að nálgast póstinn ykkar:
HÍ póstur