Uppsetning á Seafile í MacOS og tenging við geymsla.hi.is

Hér er sýnt hvernig þið setjið upp Seafile hjá ykkur á MacOS tölvu og þannig nálgast öll gögn á geymsla.hi.is og getið unnið beint með þau í vélinni ykkar:

1) Neðst á síðunni geymsla.hi.is er að finna tengil að biðlurum. Smellið á hann eða farið beint hingað: https://www.seafile.com/en/download/
Biðlarar

2) Finnið nýjustu útgáfuna fyrir Mac og smellið á tengilinn. Útgáfan gæti verið nýrri en sýnd er hér á myndinni:
Sækið Seafile fyrir MacOS

3) Keyrið skránna sem þið náðuð í.

4) Þá opnaset þessi gluggi. Dragið Seafile táknið yfir í Applications möppuna:
Dragið Seafile yfir í Applications

5) Opnið Seafile:
Opnið Seafile

6) Þessi skilaboð gætu komið upp á skjáinn. Óhætt er að smella hér á "Open":
Smellið á open

7) Nú þurfið þið að velja hvar þið viljið að Seafile visti öll skjöl sem þið setjið inn á geymsla.hi.is og gögn sem deilt er með ykkur. Gott er að nota þá möppu sem er sjálfgefin og þá er nóg að smella á "Next":
Veljið Seafile staðsetningu

8) Nú setjið þið upp reikninginn ykkar. Fyllið inn eftirfarandi upplýsingar:

  • Server: https://geymsla.hi.is
  • Email / Username: notandanafn@hi.is (nauðsynlegt er að nota fullt netfang hér MEÐ @hi.is)
  • Password: Sama lykilorð og þið notið fyrir Uglu
  • Computer name: Hér setjið þið inn einhverja lýsingu á þeirri tölvu sem þið eruð að setja Seafile inn á. Þetta er gert til að þekkja þau tæki í sundur sem eru tengd við geymsla.hi.is

Smellið því næst á "Login":
Bætið við geymsla.hi.is

9) Nú er Seafile biðlarinn kominn inn og tilbúinn til notkunnar. Þið getið hægrismellt á þau söfn sem þið viljið hlaða niður á vélina ykkar með því að velja "Sync this library". Einnig getið þið dregið hvaða möppu sem er í reitinn neðst til að hlaða henni inn og synca beint við geymsla.hi.is
Seafile client