Uppsetning á EndNote fyrir Windows.

Hér er sýnt hvernig EndNote X8 er sett upp á Windows.

1) Byrjið á því að sækja uppsetningarsrkránna eins og sýnt er hér: EndNote.

2) Tvísmellið á skránna til að keyra hana. Fyrir X8 heitir hún EndNote_X8.exe (ATH að heitið á skránni breytist eftir útgáfum). Þá opnast þessi gluggi. Smellið á "Next":Welcome to EndNote Installation

3) Hér er leyfi HÍ sýnt. Smellið á "Accept":
Smellið á Accept

4) Smellið á "Next":
Read Me Information

5) Lesið yfir samkomulag leyfisins (af því það er skemmtileg lesning). Hakið við "I accept the license agreement" og smellið á "Next":
License Agreement

6) Veljið hér "Custom" og smellið á "Next":
Select Installation Type

7) Hér getið þið valið hvar þið viljið setja forritið upp. Venjulega er best að smella bara beint á "Next":
Select Destination

8) Smellið hér á litla íkonið fyrir framan "EndNote for Windows" og veljið "Entire feature will be installed on local drive." Smellið því næst á "Next":
Select features

9) Smellið því næst á "Next":
Ready to Install the Application

10) Núna mun tölvan byrja að setja upp EndNote og gæti það tekið nokkrar mínútur:
Installing

11) Nú ætti EndNote að vera uppsett og tilbúið til notkunar. Smellið því hér á "Finish":
EndNote X8 has been successfully installed

12) Þá er bara eftir að finna EndNote og smella á það til að opna:
Start EndNote