Þráðlaus prentun í MacOs

Hér eru leiðbeiningar um það hvernig þráðlaus prentun er sett upp í Makka með MacOs stýrikerfinu.

Hér geturðu séð yfirlit yfir þá prentara sem í boði eru: Staðsetning og heiti prentara

1. Smelltu á Eplið og veldu "System Preferences" og smelltu þar á "Printers & scanners".
Veldu plúsinn neðst í vinstra horni:
Printers and scanners

2. Hægrismellið efst í glugganum hjá valmyndum (eða haldið inni CTRL og smellið) og veljið "Customize Toolbar":
Customize Toolbar

3. Því næst er "Advanced" merkið dregið upp á gráa svæðið og valið "Done":
Advanced dregið upp á gráu stikuna

4. Í næsta skrefi er smellt á "Advanced" og beðið á meðan tölvan kemur fram með stillingarmöguleikana (tekur uþb. hálfa mínútu). Þegar möguleikarnir birtast setjið inn eftirfarandi stillingar:

  • Type: Windows printer via spoolss
  • Device: Another Device
  • URL: Setjið hér inn slóðina smb://nemprent.rhi.hi.is/heiti_biðraðar þar sem þið setjið inn rétt heiti biðraðar. Sjá hér heiti biðraða eftir staðsetningu: Staðsetning prentara fyrir nemendur (þráðlaus prentun)
  • Name: Hér setjið þið inn nafn sem ykkur finnst henta
  • Location: Setjið hér inn staðsetningu á prentaranum
  • Use: Hér finnið þið tegund prentarans og réttan rekil (driver). Ef þið finnið ekki rétta tegund af prentara veljið þá "Generic PCL Printer"

Advanced settings

5. Smellið á "Add" og breytið stillingu fyrir Tray 3 í "Optional Tray 3: 500-Sheet Input Tray" og smellið svo á "Continue":
Optional Tray 3: 500-Sheet Input Tray

6. Nú hefur prentarinn verið settur upp og í fyrsta skipti sem prentað er á hann þarf að gefa upp notandanafn og lykilorð (það sama og þú notar í Ugluna, en CS\ er sett fyrir framan notandanafnið: CS\notandanafn)

Með því að haka við "Remember this password in my keychain" þarf einungis að slá inn notandaupplýsingarnar í þetta eina skipti:
Enter your name and password to print to the printer "name"