Skype for Business sett upp fyrir MacOS

Skype for Business er hluti af Office 365 pakkanum. Ef þú hefur ekki nú þegar sótt hann þarftu að byrja á því: Niðurhal og uppsetning á Office 365 pakkanum

ATH að Skype for Business er ekki það sama og Skype.

1) Til að finna Skype for Buisness ferðu í „Finder“ og finnur þar „Applications“ og velur þar „Skype for Buisness“. Til þess að fá Skype for Business niður á dockuna dregurðu forritið niður á þann stað sem þú vilt hafa það. Smelltu á „Skype for Buisness“ til að opna það.

2) Þá birtist gluggi þar sem þú skrifar HÍ netfangið þitt og smellir svo á „Continue“:
Skrifaðu inn notandanafn og smelltu á "Continue"

3) Því næst setur þú inn lykilorðið þitt og smellir á „Sign In":
Settu inn lykilorðið þitt og smelltu á "Sign In"

4) Nú opnast Skype for Business. Nú getur þú fundið hvern sem er innan háskólans með því að fletta viðkomandi upp í „Search for Contacts":
Leitaðu að tengiliðum í "Search for Contacts"

6) Smelltu á tengilið og þá getur þú valið úr eftirtöldum möguleikum til að hafa samband.

  • A - Spjall (chat)
  • B - Hringja myndsímatal
  • C - Hringja í Skype viðkomandi
  • D - Senda tölvupóst
  • E - Biðja um fund
  • F - Merkja viðkomadi sem eftirlæti (favourite)

Veldu hvernig þú vilt hafa samband við viðkomandi