Skype for Business á vefnum

Ef þú ert ekki með Skype for Business uppsett eða ert kannski að nota almenningstölvu þá getur þú samt sem áður nota Skype for Business á vefnum. Hér að neðan eru helstu leiðbeiningar um þá notkun.

1) Þú byrjar þá því að fara á outlook.hi.is og skráir þig inn. Þá mun birtast Skype for Business tákn efst uppi í hægra horninu. Smelltu á það:
Smelltu á Skype for Business táknið

2) Þá opnast hliðargluggi hægra megin. Smelltu á þann sem þú vilt spjalla við. Neðst í glugganum er að finna tengil á Skype for Business hugbúnaðinn ef þú vilt sækja hann á tölvuna þína:
Smellið á þann sem þið viljið spjalla við

3) Hægra megin er hægt að leita að notendum til að spjalla við og einnig hægt að smella á „Contacts“ til að opna tengiliði sem þú hefur vistað hjá þér. Einnig er hægt að smella á „New Chat“ til að hefja samtal við fleiri en einn:
Aðgerðir á hægri hlið

4) Þú finnur notendur með því að smella á „Add another contact“ og byrja að skrifa nafn viðkomandi. Hann birtist þá í listanum. Þá smellir þú á viðkomandi og hann fer þá í listann efst. Þetta endurtekur þú þar til þú ert búinn að bæta öllum við sem eiga að vera í spjallinu. Þá smellir þú á hakið neðst niðri:
Veljið þátttakendur og smellið á hakið

5) Til að loka spjalli þá hægrismellir þú á táknið og velur „Close conversation“
Hægrismellið á táknið og veljið "Close conversation"