RHÍ Fréttir

nr. 24 febrúar 1995

  

  

Guðmundur Bjarni Jósepsson
Maríus Ólafsson

Tölulegar upplýsingar um notkun HInets

Undanfarið hefur notkun háskólanetsins aukist gífurlega. Þó að allir nemendur háskólans geti fengið úthlutað notendanöfnum og aðgangsorðum að vélum Reiknistofnunar hafa þeir hingað til þó ekki nærri því allir notfært sér það. Þar hefur heldur betur orðið breyting á.

Á súluritinu neðst á síðunni má sjá að fjöldi tengitíma á Hengli í nóvember síðastliðnum er tvöfalt meiri í nóvember 1992. Þetta stafar meðal annars af því að fleiri og fleiri nemendur notfæra sér þjónustu sem Reiknistofnun býður upp á.

Þessi sprenging virðist eiga sér stað á sama tíma og umræðan um Internet fór af stað.

Hér á eftir fara til fróðleiks nokkrar tölur um notkun háskólanetsins. Tölurnar eru frá því í nóvember á síðasta ári.

HInet: Samtals 1031 vél, þar af 513 undir beinni stjórn og á ábyrgð RHÍ (rhi.hi.is).

Notendur: Samtals 4167 þar af tengdust 1645 mismunandi notendur Unix vélum, að meðaltali 500 mismunandi notendur á dag. Þessir 1645 notendur eyddu að meðaltali 31 mínútu á dag í sambandi.

Tölvupóstur: Notendur 2528. Fenginn póstur: 73927 skeyti, eða 2464 á dag, eða 102/klst. eða 1,7 á mínutu. Elm keyrt 118325 sinnum, 3944 sinnum á dag, eða 164/klst eða rúmlega 2/mín.

Ráðstefnukerfi: Notendur 607. Tengingar við þjón: 34695, að meðaltali 1157 á dag. Lesnar greinar: 345712, að meðaltali 11524 greinar á dag úr 2900 grúppum. nn keyrt upp 7023 sinnum.

Gopher: Tengingar við þjón: 24612, að meðaltali 820 á dag. Gopher keyrt upp 4186 sinnum.

WWW: Tengingar við þjón: 52524, að meðaltali 1750 á dag, sótt samtals 290MB, eða 9MB á dag. 86% af uppköllum innanlands, þar af 57% innan HÍ. WWW forrit keyrt upp samtals 2245 sinnum.

Gjaldfærð útprentun: Samtals 38493 síður, 1283 á dag, 106 á klukkustund.

  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ