RHÍ Fréttir

nr. 27 desember 1995

  

  

Ragnar Stefán Ragnarsson Örn Ásgeirsson

Fylgiskjöl með tölvupósti

Að senda fylgiskjöl
Það getur verið mjög þægilegt að senda póst með tölvum. Það eru margir sem vita ekki að einnig er hægt að láta skrár fylgja póstinum. Þeir sem nota póstforritið Eudora sem er hvað mest útbreidda póstforritið bæði á PC og Macintosh geta gert það á mjög einfaldan hátt.

Til þess að tengja skjöl við póst þarf að velja "Message" og síðan "Attach Document...". Þá birtist hefðbundinn gluggi þar sem skjölin eða forritin sem senda á eru valin. Þegar búið er að velja skjalið er smellt á "Open" á Macintosh eða "OK" á PC til að það festist við bréfið. Svona fylgiskjöl og/eða forrit birtast ekki í bréfinu sjálfu heldur fylgja því og birtast nöfn þeirra í "Attachments:" reitnum í hausi bréfsins.


Mynd 1. Hér sést hvernig skjal hefur verið valið sem fylgiskjal

Athugið að það er ekki hægt að senda fylgiskjöl með pósti með því einu að slá inn nöfn þeirra í "Attachments: í bréfhausnum.

Það fer síðan eftir innihaldi fylgiskjalsins hvernig það er flutt með póstinum. Ef innihald þess er hreinn texti (ASCII) fer hann sem slíkur með því. Ef hins vegar er um að ræða forrit (binaries) eða formuð skjöl, til dæmis Word skjöl, þarf Eudora að breyta þeim í sendingarhæft form með AppleDouble, AppleSingle eða BinHex á Macintosh en MIME eða BinHex á PC.

Það er hægt að senda mörg fylgiskjöl með hverju bréfi en velja verður hvert og eitt með aðferðinni hér að ofan. Hægt er að fjarlægja fylgiskjal með því að eyða því út úr "Attachments:" reitnum í bréfhausnum eða velja "Edit" og síðan "Clear".

Í fyrsta skipti sem notandi fær fylgiskjal sent með tölvupósti býr Eudora til möppu sem kallast "Attachments Folder". Hún er staðsett í "Eudora Folder" í Kerfismöppunni. Þar vistast síðan öll fylgiskjöl sjálfkrafa framvegis.

Það er líka hægt að velja sjálf(ur) aðra möppu undir fylgiskjöl. Það er gert með því að velja "Special" - "Configuration..". Smellið á stóra hnappinn fyrir neðan "Automatically save attachments in" línuna. Þá birtist gluggi þar sem hægt er að velja möppu fyrir fylgiskjölin. Tvísmelltu á möppuna sem þú villt nota og síðan á "Use Folder" hnappinn.

Í elm (UNIX) er hægt að velja a)ttachments í aðalvalmyndinni. Þar er fylgiskjalið valið svo og heiti þess í bréfinu sjálfu. Elm sendir fylgiskjöl á MIME formi og verður það því að vera valið í póstforritinu sem tekur á móti fylgiskjalinu frá elm.


Mynd 2. Hér sést hvernig fylgiskjöl eru valin í elm.

Að taka á móti fylgiskjölum í PC
Það eru tvær leiðir til að taka við fylgiskjölum í PC útgáfunni af Eudora. Önnur aðferðin biður þig um að velja staðsetningu og nafn skjalsins í hvert skipti sem þú færð sent fylgiskjal. Hin aðferðin er sú að Eudora vistar skjölin sjálfkrafa í efnisskrá sem þú hefur valið áður.

Leið 1: Það er sjálfvalið að Eudora komi upp með hefðbundinn valskjá til vista fylgiskjölin. Þú velur einfaldlega hvar þú vilt vista skjalið og hvað það á að heita.

Leið 2: Þægilegasta leiðin til að taka við fylgiskjölum er að láta Eudora gera það sjálvirkt. Til þess að velja skjálvirku leiðina þarftu að fara í "Special" í valröndinni og velja "Settings". Á valskjánum smellirðu á takkann hjá "Auto Receive Attachment Directory". Veldu núna efnisskránna sem þú vilt að Eudora noti til að vista skjölin sjálvirkt í og smelltu á "Use Directory".


Mynd 3. Uppsetning á Eudora.

Að taka á móti fylgiskjölum í elm (UNIX)
Ef fylgiskjal berst með pósti og viðtakandi notar elm í UNIX til að lesa póst þarf notandinn að vera í bréfinu, velja "v" og velja fylgiskjalið. Þegar því er lokið er ýtt á "s" til að vista það og því gefið nafn. Þá myndast á heimasvæði viðkomandi upprunalega fylgiskjalið. Þetta á við þegar bæði sendandi og móttakandi nota elm (MIME form).

Ef innihaldið er á binhex formi þarf að velja bréfið og ýta á "s". Þá biður tölvan um nafn á skrána sem hún á að mynda úr bréfinu. Yfirleitt er ekki best að velja það sem tölvan stingur upp á, heldur að gefa skránni auðkennandi nafn (þó er nóg að skýra hana t.d. "x"). Þegar þessu er lokið þarf að breyta skránni úr hreinum texta í upprunalegt horf, t.d. keyranlega skrá (binary) eða Word skjal (.doc). Það er hægt að gera með því að nota forrit sem heitir Stuffit Expander fyrir Macintosh, það er að finna á ftp://www.rhi.hi.is/pub/mac/util/StuffItþLiteþþ3.5þInstaller. Á PC er notað forritið xbin23.zip sem er að finna á ftp://ftp.rhi.hi.is/pub/win/util/xbin23.zip. Í UNIX þarf að breyta heitinu á x í x.hqx og gefa skipunina "mcvert x.hqx" á Hengli. Þá verður til upprunalega skráin.

  
Notendaþjónusta RHÍ,  16. febrúar 2000 

Efnisyfirlit Fyrri grein Næsta grein Önnur fréttabréf RHÍ