Oft er gott að geta tengst heimasvæði sínu án þess að þurfa að mappa drif eða fara í gegnum Uglu. Þá getur verið góður möguleiki að notast við SFTP tengingu.
SFTP er í raun örugg FTP tenging en við mælum eindregið á móti því að fólk noti FTP þar sem lykilorðið er ekki öruggt þegar sú tenging er notuð.
Það sem þarf að vita til að tengjast er:
- Host: hekla.rhi.hi.is eða katla.rhi.hi.is
Hægt er að nota hin ýmsu forrit til að tengjast með SFTP. Hér má finna nokkur af þeim vinsælustu: Lifehacker.com - Five Best FTP Clients
Hér á eftir má sjá hvernig þið tengist með FileZilla og WinSCP.
FileZilla
Til að tengjast með FileZilla þá smellið þið á "File" og veljið "Site Manager".
Smellið á "New Site" og setjið inn eftirfarandi:
- Host: hekla.rhi.hi.is eða katla.rhi.hi.is
- Servertype: SFTP - SSH File Transfer Protocol
- Logontype: Normal
- User: þitt notandanafn (ATH ekki setja @hi.is fyrir aftan)
- Password: Lykilorð (Sama og í Uglu)
Smellið því næst á "Connect" og þá ættuð þið að tengjast svæðinu.
WinSCP
Til að tengjast með WinSCP þá fyllið þið í eftirfarandi reiti:
- Host Name: hekla.rhi.hi.is eða katla.rhi.hi.is
- User name: þitt notandanafn (ATH ekki setja @hi.is fyrir aftan)
- Password: Lykilorð (Sama og í Uglu)
- File protocol: SFTP
ATH að nú getið þið smellt á Save ef þið viljið eiga þessar stillingar og þá mun hún birtast undir "Stored sessions".
Smellið á "Connect" og þá mun WinSPC reyna að tengjast heimasvæðinu ykkar. Það gætu komið upp ýmsar aðvaranir þar sem svæðið er ekki þekkt en þið smellið þá á "Yes" og "Continue" til að leyfa tenginguna.