Setja inn táknmynd fyrir hópinn

Það er þægilegt að hafa ákveðið logo eða mynd fyrir hópinn til að auðvelda meðlimum að þekkja hópana í sundur myndrænt. Það er auðvelt að breyta því fyrir þá sem stjórna hópnum.

1) Farðu inn í hópinn á outlook.hi.is og smelltu á myndina eða táknið sem er fyrir hópinn:
Smelltu á myndina sem fyrir er

2) Smelltu á blýantinn og settu inn nýja mynd. Smelltu svo á "Save":
Smelltu á blýantinn og settu inn nýja mynd. Smelltu svo á "Save"

Þá er hópurinn kominn með nýja mynd sem auðveldar meðlimum að þekkja hann frá öðrum.