Sameiginleg pósthólf

Umsókn um sameiginleg pósthólf
Aðgangsstýring að sameiginlegu pósthólfi
Áskrift að pósthólfi

Almennt um sameiginleg pósthólf

Hægt er að sækja um sameiginleg pósthólf fyrir rannsóknarhópa, nemendafélög, starfsmannahópa svo nokkur dæmi séu nefnd. Kostirnir við sameiginleg pósthólf eru margir og þá helst þessir:

  • Félög/hópar sem skipta reglulega um stjórnir og formenn, geta leyft nýrri stjórn að taka við og sjá öll tölvupóstsamskipti fyrri ára.
  • Aðgangsstjórnunin er í höndum þeirra sem hafa fengið umsjónaraðgang yfir sameiginlega pósthólfinu. Þeir geta síðan stjórnað aðgangi annarra að pósthólfinu.

Kostnaður við pósthólfin er samkvæmt gjaldskrá UTS.

Sameiginleg pósthólf birtast sem undirmappa í pósthólfi notandans undir möppu sem heitir "Aðrir Notendur" eða "Other Users" sé enskt viðmót notað. Sjá nánar hér: Áskrift að pósthólfi

Smellið á kassana að ofan til að lesa nánar um þau atriði.

Takmarkanir sameiginlegs pósthólfs

Sameiginleg pósthólf eru aðeins aðgengileg gegnum póstþjóna HÍ. Enginn aðgangur er gegnum aðrar tölvupóstþjónustur eins og t.d. gmail, Hotmail o.s.frv. Það má þó bæta má við áframsendingu á pósthólfið og láta þannig senda póstinn áfram á önnur netföng eins og t.d. gmail.