Question Writer uppsetning í Windows

ATH: Question Writer er einungis fyrir starfsmenn HÍ.

Þessar leiðbeiningar sýna QuestionWriter 2 uppsetningu en þær hafa verið endurskoðaðar og passa nú fyrir QW 4 þó svo að myndirnar sýni QW 2.

1. Eftir að þið hafið nálgast forritið þá keyrið þið upp QWQuizInstaller.exe

Hægt er að nálgast forritið á í Uglu: Tölvuþjónusta -> Hugbúnaður -> Question Writer

2. Eftir að þið eruð búin að sækja forritið þá keyrið þið það upp og þá á þessi gluggi hér að neðan að birtast og uppsetningin er hafin.  Þið smellið á "Next". Aftur kemur upp gluggi og þið smellið aftur á "Next".
 

Question Writer Install

3. Í næsta glugga hakið þið við "I Agree" og smellið á "Next".

License agreement

4. Í næsta skrefi eruð þið spurð hvar þið viljið setja upp forritið. Ekki þarf að breyta því nema þið teljið ástæðu til. Gott er að haka við "Everyone" svo allir sem nota vélina geti notað forritið og smellið því næst á "Next".
 

Select Installation Folder

5. Þá er allt klárt fyrir uppsetninguna og þið smellið á "Next".

Confirm Installation

6. Uppsetningin getur tekið nokkrar mínútur. Þegar þið sjáið skjáinn hér að neðan þá smellið þið á "Close".
 

Installation complete

 

7. Nú þurfið þið að sækja leyfið fyrir forritið. Farið í Ugluna og smellið þar á "Tölvuþjónusta" og því næst "Hugbúnaður" og loks "Question Writer". ATH að muna að lesa skilmála og ekki deila lyklinum með öðrum.

Question Writer umsókn

8. Smellið því næst á Question Writer táknmyndina með lyklinum og það er leyfislykillinn sem þarf að vista á réttan stað. Það er nauðsynlegt að vista leyfið (eða færa eftir vistun) í sömu möppu og forritið sjálft er staðsett í. Venjulega er það staðsett hér: C:\Program Files\Question Writer 4 eða hér: C:\Program Files (x86)\Question Writer 4.

 

9. Nú er hægt að keyra upp forritið og það ætti að vera komin flýtileið á það á skrifborði (desktop) Einnig er það undir Start -> All Programs.

Question Writer Shortcut

Til eru ýmsar leiðbeiningar um notkun Question Writer á vef þeirra: http://www.questionwriter.com/qwforum/