Nota Gmail fyrir Háskólapóstinn

 

Margir notendur notast við Gmail í sínu daglega lífi og vilja fá háskólapóstinn þangað inn. Hér er sýnt hvernig þú getur sótt háskólapóstinn inn í Gmail og notað hann þar og þar með talið sent póst frá háskólapóstfanginu inn í Gmail.

1) Farið inn í Gmail og smellið þar á "settings" sem má finna undir tannhjólinu lengst til hægri.

Gmail settings

 

2) Smellið nú á flipann "Accounts and Import" og veljið "Add a POP3 mail account you own"

Add a POP3 mail account you own

 

3) Sláið hér inn netfangið ykkar hjá HÍ, ykkar_notandanafn@hi.is og smellið á "Next Step"

Enter email address

 

4) Fyllið hér inn eftirfarandi upplýsingar:

 • Username: Ykkar notandanafn (EKKI með @hi.is)
 • Password: Lykilorðið ykkar sem þið notið í Uglu og HÍ póstinn
 • POP Server: Veljið hér pop.hi.is
 • Port: 995
 • "Leave a copy...": Hakið við hér ef þið viljið að pósturinn verður einnig til hjá HÍ. Þannig getið þið nálgast póstinn líka á postur.hi.is. Ef þið hakið ekki við hér þá flyst allur pósturinn frá HÍ póstþjónunum yfir til google og ekki verður hægt að nálgast póstinn á postur.hi.is og við munum ekki geta náð í hann aftur ef hann hverfur hjá gmail.
 • Always use a secure connection: Hakið við hér
 • Label incoming messgages: Hér getið þið sett "label" á póstinn sem kemur frá HÍ. Þannig er auðvelt að leita í háskólapóstinum síðar. Þið getið valið hvaða nafn sem er á label.
 • Archive incoming messages: Hakið hér við ef þið viljið ekki að háskólapósturinn komi í Inbox. Við mælum með því að þið hakið EKKI hér.

Smellið því næst á "Add account"

Enter the mail settings

 

5) Veljið hér "Yes" til að geta sent póst frá HÍ netfanginu. Smellið því næst á "Next step":

Retrieve mail

 

6) Setjið hér inn nafnið ykkar. Svona munu þeir sjá nafnið sem fá póst frá ykkur. Gott er að hafa nafnið eins og það er skráð í Uglu. Hakið við "Treat as an alias" og smellið á "Next step":

Enter information about your other email address

 

7) Setjið hér inn eftirfarandi upplýsingar:

 • SMTP Server: smtp.hi.is
 • Port: 587
 • Username: Ykkar notandanafn (Sama og í Uglu ÁN @hi.is)
 • Password: Sama lykilorð og í Uglu
 • Secured connection using TLS: Hakið við hér

SMTP server

 

8) Nú færðu upp glugga sem biður um staðfestingu á því að þú getir sent frá HÍ póstfanginu í gmail. Þú ættir að vera búin(n) að fá póst í gmail-ið þitt svo þú smellir á "Inbox" og opnar póstinn:

Gmail Team

9) Skráir hjá þér númerið (eða afritar það):

Confirmation code

 

10) ferð því næst aftur í settings:

Gmail settings

 

11) Velur eins og áður flipann "Accounts and import" og finnur þar í listanum háskólapóstinn sem þú varst að setja inn. Smellir þar á "Verify":

Verify mail

 

12) Þá opnast aftur þessi gluggi og þar setur þú inn númerið og smellir á "Verify":

Confirm verification

 

13) þá er háskólapósturinn settur upp í Gmail. Það gæti tekið smá stund fyrir Gmail að sækja allan póstinn ef um mikið magn er að ræða sem nú þegar er til í háskólapóstinum.

Þegar þið svo sendið póst þá getið þið valið hvort þið sendið frá ykkar eigin Gmail netfangi eða háskólanetfanginu:

Send from