Nafnaskrá HÍ í Thunderbird

Það getur verið mjög þægilegt að hafa netföng allra notenda við HÍ við höndina í Thunderbird. Hægt er að láta Thunderbird leita í netfangaskrá HÍ um leið og þið skrifið í "Til" (To) reitinn. Hér er sýnt hvernig það er sett upp.

ATH að þetta er einungis hentugt ef vélin er ávalt tengd neti HÍ. Við mælum ekki með því að þetta sé sett upp á fartölvur sem tengjast öðrum netum en HINET.

1) Í Thunderbird smelltu þá á Address Book (Nafnaskrá):

Address Book

 

2) Í Address Book smellið þá á "Tools" og veljið "Options":

Tools -> Options

 

3) Veljið "Composition" flipann. Hakið þar við "Directory Server" og smellið því næst á "Edit Directories...":

Edit Directories

 

4) Smellum hér á "Add":

Add LDAP Directory Server

 

5) Hér setjum við inn eftirfarandi upplýsingar:

  • Name: Háskóli Íslands (Eða það nafn sem þið viljið nota)
  • Hostname: ldap.hi.is
  • Base DN: dc=hi,dc=is
  • Port Number: 636
  • Bind DN: uid=XXXXXX,ou=People,dc=hi,dc=is   (setjið notendanafnið ykkar þar sem XXXXXX er)
  • Hakið svo við "Use secure connection (SSL)"

Smellið því næst á "OK". Smellið svo aftur á OK.

Directory Server Properties

 

6) þá getið þið valið hér í flettilistanum þá nafnaskrá sem þið voruð að setja inn. Í þessu tilviki skýrðum við hana "Háskóli Íslands". Veljum hana og smellum á "OK":

Options - Háskóli Íslands

 

Nú getið þið bæði flett upp í nafnaskrá HÍ í "Address Book" og einnig þegar þið byrjið að skrifa í reitinn "To" (Til) að þá kemur Thunderbird með lista af nöfnum sem svo þrengist eftir því sem meira er skrifað.

Send To