Ljósleiðari Gagnaveitunnar - Starfsmenn

ATH að þessi tenging er einungis í boði fyrir starfsmenn HÍ og er tengigjaldið borgað af deild viðkomandi starfsmanns.

Starfsmenn HÍ, sem eru á dreifisvæði Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), geta nú tengst HÍneti yfir ljósleiðara GR.

Á vef Gagnaveitunnar er hægt að kanna hvort heimili sé tengt ljósleiðara GR: https://www.ljosleidarinn.is/

ATH. ef heimili er með virka áskrift að ljósleiðara GR og vill færa Internetþjónustu yfir til UTS þá verður áskriftin að vera á kennitölu starfsmanns HÍ.

Aðstæður geta verið misjafnar hjá notendum (getið smellt á það sem við á en mælumst til að þið klárið fyrst að lesa fyrst þessa síðu);

Ferlið við að tengjast HÍneti er mismunandi eftir því hvort viðkomandi notandi er með Internetþjónustu fyrir eða er að fá hana í fyrsta sinn yfir ljósleiðara GR.

Uppsetning á tengingu við HÍnet yfir ljósleiðaranet GR kallar á aðkomu starfsmanna UTS og viðkomandi notanda. Starfsmenn UTS sjá um samskipti við GR – sé þeirra þörf. Notandi sér sjálfur um að skilgreina/virkja þau tæki sem eiga að tengjast tengiboxi GR.

Gjald fyrir tengingu við HÍnet er 1.700 kr. og greiðist það af viðkomandi deild (tæplega 1.200 kr af því eru greiddar beint til GR sem tengigjald).

Aðgangsgjald Ljósleiðarans er 3.687.- kr/mán sem notandi greiðir.
 

Mikilvægt!

Notandi getur hugsanlega þurft að kaupa beini/rúter. Slíkan búnað er hægt að fá hjá vel flestum tölvusölum á landinu. Beinirinn/rúterinn þarf að vera Ethernet router – ekki ADSL eða VDSL.

Á vef Gagnaveitu Reykjavíkur eru margvíslegar upplýsingar varðandi ljósleiðara GR; https://www.ljosleidarinn.is/ og þá sérstaklega sá hluti sem fjallar um heimili; https://www.ljosleidarinn.is/heimili/
Einnig er margt gagnlegt hér: https://www.ljosleidarinn.is/spurt-svarad/