Sogo - Áframsending á pósti

Hér er sýnt hvernig hægt er að áframsenda allan þann póst sem berst á @hi.is netfangið ykkar yfir á annað netfang, t.d. @gmail.com

Áframsending hi-pósts

Hægt er að áframsenda póst sem berst t.d. á nemandi@hi.is netfangið yfir á annað netfang þannig að það sé hægt að lesa hi-póstinn t.d. í gmail eða hotmail. Fyrst þarf að skrá sig inn í Sogo með Uglu notendanafni og lykilorði. Svo er valið “Valkostir” og þá opnast gluggi þar sem þið veljið flipann “Áframsending”.

áframsending

Þar er hakað við “Áframsenda skilaboð sem berast”. Fyrir neðan þarf að skrifa netfangið sem hi-pósturinn á að berast í t.d. nemandi@gmail.com
Ef hakað er við “Halda afriti eftir” þá mun áfram vera til afrit af hi-póstinum á okkar póstþjóni hjá UTS. Að lokum er valið “Vista og loka”.