Tölvupóstur og dagatal

Vefpóstur - sogo
Dagatal
Póstforrit
Farsímar og spjaldtölvur
Stillingar og meðhöndlun tölvupósts
Póstlistar
Sameiginleg pósthólf
Öryggi í tölvupóstsamskiptum

ATH að notendur HÍ verða fluttir yfir í Office 365 á árinu 2018. Þessi flutningur er gerður í skrefum og því ekki allir fluttir yfir á sama tíma. Leiðbeiningar um póst, dagbók ofl. breytast við þennan flutning og því þurfa þeir sem búið er að flytja yfir að fara hingað til að fylgja þeim leiðbeiningum: Office 365

Allir notendur HÍ fá sitt eigið netfang sem samanstendur af notandanafni með @hi.is fyrir aftan.

Hægt er að nálgast tölvupóstinn beint í gegnum vafrann (vefpóst) eða í gegnum hin ýmsu tölvupóstforrit eins og Outlook, Mail, farsíma, Thunderbird o.s.frv.

Notandinn notar sama notandanafn og lykilorð og hann hefur í Uglu.

  • Nemendur hafa 1 GB geymslupláss í tölvupóstinum (framhaldsnemar hafa allt að 2 GB)
  • Starfsmenn hafa óendalegt geymslupláss fyrir tölvupóstinn. 10 GB fylgir með notendanafninu en rukkað er fyrir gagnamagn þegar pósthólfið fer yfir 10 GB samkvæmt gjaldskrá og stækkar það sjálfkrafa þegar þess er þörf.
  • Viðhengi geta verið allt að 100MB að stærð hjá póstþjónum HÍ en þó mælumst við til þess að þegar að um svo stór viðhengi er að ræða að notast við annarskonar þjónustu eins og sameiginleg svæði, Seafile, heimasíðusvæði o.s.frv. þar sem flestar aðrar póstþjónustur taka ekki við svo stórum viðhengjum.

Hér til vinstri og að ofan má sjá frekari leiðbeiningar varðandi hvernig má nálgast póstinn sinn í hinum ýmsu viðmótum ásamt öðrum upplýsingum sem tilheyra tölvupósti.

Almennar stillingar fyrir tölvupóstinn má finna hér: Stillingar og meðhöndlun tölvupósts