VPN fyrir Windows 7

Hér má finna leiðbeiningar hvernig þú setur upp VPN tengingu í Windows 7 tölvu.

ATH að ekki er hægt að tengjast með VPN-i ef þú ert nú þegar tengd(ur) neti HÍ.

Myndskeið:

Myndir / texti:

1. Smellið á táknið fyrir nettenginguna neðst í hægra horni og veljið þar "Open Network and Sharing Center". Sjá má á myndinni hvernig táknin geta litið út fyrir nettenginguna.

Open Network and Sharing Center

2. Smellið því næst á "Set up a new connection or network".

Set up a new connection or network

3. Smellið því næst á "Connect to a workplace" og því næst "Next".

Connect to a workplace

4.Smellið því næst á "Use my Internet connection (VPN)"

Ef upp kemur gluggi sem spyr hvort þið viljið notast við gamla tengingu eða búa til nýja þá hakið þið við "No, Create a new connection".

Use my Internet connection (VPN)

5. Hér skrifið þið:

  • í "Internet address": vpn.hi.is
  • í "Destination name": VPN HÍ (eða eitthvað nafn sem er lýsandi fyrir tenginguna)
  • Hakið svo við "Don't connect now..."

Smellið því næst á "Next"

Type the Internet address to connect to

6. Hér skrifið þið eftirfarandi:

  • Í "User name": ykkar notandanafn og þar fyrir aftan skrifa nemendur @nemendur.hi.is (dæmi abc123@nemendur.hi.is). Starfsmenn skrifa sitt notandanafn og setja fyrir aftan @starfsm.hi.is (dæmi abc@starfsm.hi.is)
  • Í Password: sama lykilorð og í Uglu og vefpóst
  • Gott er að haka við "Remember this password" ef þetta er ykkar einkavél.

Smellið því næst á "Create"

Type your user name and password

7. Smellið því næst á "Close" því við þurfum að gera nokkrar breytingar áður en við getum tengst.

The connection is ready to use

8. Nú smellum við aftur á táknið fyrir nettenginu eins og í skrefi 1 og hægrismellum á VPN tenginguna sem við vorum að búa til og veljum "Properties"

VPN Properties

9. Hér veljum við "Security" flipann og breytum eftirfarandi:

  • Type of VPN: Point to Point Tunneling Protocol (PPTP)
  • Data ecryption: Maximum strength encryption...
  • Tökum öll hök út undir "Allow these Protocol" nema skiljum hak eftir í "Microsoft Chap version 2" 

Smellum því næst á "OK".

VPN Properties - Security

10. Aftur förum við í táknið fyrir nettenginuna og núna smellum við á VPN tenginguna og veljum "Connect".

VPN - connect

11. Hér á allt að vera tilbúið og nóg að smella á "Connect".

Connect VPN HÍ

12. Nú ætti vélin að tengjast UTS með VPN tengingunni.

Héðan í frá er nóg að fylgja skrefum 10 og 11 til að tengjast.

ATH að ekki er hægt að tengjast með VPN-i ef tölvan er á Háskólanetinu.