Uppsetning HI pósts í Thunderbird

Hér eru leiðbeiningar um það hvernig háskólapósturinn er settur upp í Thunderbird.

Myndskeið

 

Myndir / texti:

1) Smellið á "Tools" og veljið þar "Account settings".

2) Smellið á "Account Actions" og veljið "Add Mail Account":
Add Mail Account

3) Fyllið inn eftirfarandi:

  • Your name: Nafnið ykkar eins og móttakandi mun sjá það
  • Email address: Netfangið ykkar notandanafn@hi.is
  • Password: Lykilorðið ykkar. Sama og í Uglu

Smellið því næst á "Continue":
Mail Account Setup

4) Nú leitar forritið af stillingum fyrir póstinn. Mikilvægt er að hakað sé í IMAP. Smellið því næst á "Done":
Mail Account Setup

5) Nú á pósturinn að vera uppsettur og eftir nokkrar sekúndur ætti @hi.is pósturinn að sjást. Það gæti þó tekið einhvern tíma fyrir allar möppur og allan póst að birtast þarna undir ef um stór pósthólf er að ræða:
Inbox

Ef pósturinn er ekki að birtast eða Thunderbird finnur ekki stillingarnar sjálfkrafa í skrefi 4 þá getið þið sett stillingarnar inn handvirkt. Hér eru leiðbeiningar hvernig það er gert: Handvirk uppsetning á HÍ pósti