Uppsetning HÍ pósts í Mail í MacOs

Hér á eftir koma leiðbeiningar um það hvernig póstur er settur upp í Mail forritinu:

1. Opnið Mail og veljið "New Account" og smellið síðan á "Continue":

Welcome to Mail

2. Þarna þarf að velja eftirfarandi:

  • Account Type: IMAP (mikilvægt að velja hér IMAP).
  • Account Description: Nafn á póstinum. Gæti T.d. verið Háskólapóstur.
  • Full Name: Full nafn ykkar eins og viðtakandi sér það þegar hann fær póst frá ykkur.
  • Email Address: póstfangið ykkar, notandanafn@hi.is

Smellið því næst á "Continue"

General Information

3. Því næst er póstþjóninninn "Incoming Mail Server” skilgreindur: imap.hi.is

Setjið svo inn notandanafn (User Name) og lykilorð (Password). Þetta er sama notandanafn og lykilorð og þið notið fyrir Uglu og vefpóst.

Smellið því næst á "Continue"

Incoming Mail Server

4. Póstþjónninn fyrir útsendan póst er skilgreindur hér "Outgoing Mail Server" og er hann: smtp.hi.is

Hakið við: "Use Authentication" og fyllið inn í reitina, notandanafn og lykilorð eins og í skrefinu hér á undan.

Smellið því næst á "Continue"

Outgoing Mail Server

 

5. Hér kemur yfirlit yfir þær stillingar sem við vorum að setja inn. Ef allt lítur eðlilega út smellið þá á "Continue"

Account Summary

6. Smellið hér á "Accounts" og veljið flipann "Advanced". Hakið þar við "Use SSL" og í "Authentication" er valið "Password".

Þessi stilling gerir það kleift að senda póst utan HÍ netsins.

Accounts - Advanced

Nú á pósturinn að vera rétt upp settur.

8. Ef vandamál koma upp með að senda póst þá skal fara í valmöguleikann Mail í valstiku forrits og velja þar "Preferences".  Ganga þarf úr skugga um að þarna sé valið SSL fyrir Outgoing serverinn í "Server Settings".

  • Outgoing Mail Server: smtp.hi.is
  • Server port: 587
  • Haka við "Use Secure Sockets Layer (SSL)"
  • Authentication: Password
  • User Name: Notendanafnið þitt (ekki með @hi.is)
  • Password: Lykilorðið þitt (sama og í Uglu)

Server settings - Outgoing Mail Server

9. Önnur leið til að senda póst er að hafa hér stillt inn serverinn eftir því hvar þú ert  með þjónustuna (á hvaða neti þú ert hverju sinni)  Ef þú ert með þjónustuna í gegnum okkur er það smtp.hi.is ef þú ert með það hjá Símanum þá er það mail.simnet.is, Vodafone: mail.internet.is o.s.frv. Ef þessu er breytt þarf að taka út hakið sem sýnt er hér að ofan SSL og hafa Authentication: None

Hin leiðin er ákjósanlegri með tilliti til þess að þá þarf aldrei að hugsa meira um þessa stillingu.