Mappa heimasíðusvæði Windows XP

Gott er að mappa heimasíðusvæðið sér ef maður á annað borð er að flytja gögn þangað til að lenda ekki í réttindavandamálum.

Virkar einungis þegar notendur eru tengdir við Háskólanetið.

1. Hægri smelltu á My Computer og veldu Map Network Drive.

Map Network Drive

2. Í Folder (Path) skrifar þú: \\heima.rhi.hi.is\www (eða
\\130.208.165.10\www eða \\samba.rhi.hi.is\www). Ekki skiptir máli hvaða stafur er valin fyrir “Drive”, en margir venja sig á að nota "W" fyrir heimasíðuvæðið og "H" fyrir heimasvæðið.

Map Network Drive

3. Smellið því næst á Connect using a different user name. Undir User name skrifið þið CS\notandanafn og svo lykilorð.

Connect As

4. Þegar þessu er lokið skaltu ýta á OK og í lokin á Finish. Að því loknu ættir þú að sjá heimasíðusvæði þitt eins og hvert annað drif í My Computer.