Gagnaflutningur frá sameiginlegu svæði yfir í Teams

Á  næstunni eru margir að fara að flytja gögn af sameiginlegum svæðum yfir í Teams eða SharePoint. Hér fyrir neðan er sýnt hvernig það er gert fyrir Teams. Tryggið að tölvan sé í stöðugu netsambandi meðan á flutningi stendur.

Ef ykkur vantar aðstoð við flutninginn sendið póst á help@hi.is eða hafið samband gegnum þjónustugáttina á hjalp.hi.is. Við mælum með að þeir sem eru með mjög stór sameiginleg svæði með mörgum undirmöppum eða macOS biðji um aðstoð við flutninginn.

 

1) Byrjið á að fara í File Explorer, t.d. niðri á stikunni eða með því að skrifa það inn í leitina

2) Finnið sameiginlega svæðið sem á að flytja og opnið það. Ef það er ekki mappað á vélinni þarf að byrja á því: Mappa sameiginleg svæði
Opnið sameiginlega svæðið

3) Opnið Teams og finnið þann hóp sem þið viljið flytja gögnin yfir í. Ef hópur fyrir gögnin hefur ekki þegar verið stofnaður má fylgja leiðbeiningum um að stofna hóp. Opnið skráarflipann með því að smella á „Skrár“ (e. Files) á viðeigandi rás. Algengast að velja rásina „Almennt“ (e. General):
Smellið á Hópar, Almennt, Skrár

4) Gott er að hafa þessa tvo glugga hlið við hlið. Merkið allar skrár og möppur sem þið ætlið að færa yfir og dragið svo frá sameiginlega svæðinu yfir í Teams:
Merkið gögni og dragið á milli

5) ATH að ef um mikið magn er að ræða þá gæti þetta tekið einhvern tíma. Leyfði því Teams að vera opið á meðan yfirfærslan er í gangi. Hægt er að smella á „Hleður upp“ til að sjá hver staðan er á upphleðslunni:
Smellið á Hleður upp til að sjá stöðuna

6) Þegar „Hleður upp“ er horfið að þá ætti upphleðslan að vera búin og þá má eyða gögnum af sameiginlega svæðinu.