Þegar notandanafn er búið til fær notandinn aðgang að heimasvæði sínu. Nemendur fá ókeypis heimasvæði. Stærð heimasvæða nemenda er 1GB sem svo stækkar sjálfkrafa í 10GB þegar það fer að nálgast 1GB. Stærð heimasvæða starfsmanna er ótakmarkað en kostnaður af því er greiddur af viðkomandi deild og er samkvæmt gjaldskrá UTS.
Í Uglu er einfalt að sjá hversu mikið þið eruð með á heimasvæðinu ykkar. Þið farið á Forsíðu -> Tölvuþjónusta -> Mínar tölvuþjónustur.
Undir heimasvæði er falin mappa sem kallast .public_html.
Þessi mappa er fyrir vefsíður og gögn sem notandi vill hafa aðgengileg frá sinni vefsíðu. Gögn í þessari möppu eru aðgengilegar öllum.
Slóðin að vefsíðunni er http://notendur.hi.is/notandanafn
Aðgangur að öðrum svæðum, svo sem sameiginlegum svæðum deilda og nemendafélaga, er veittur af kerfisstjórum UTS eftir að póstur með beiðni þess efnis berst í gegnum help@hi.is