Handvirk uppsetning á HÍ pósti

Í undantekningartilvikum finnur Thunderbird ekki þær stillingar sem þarf til að tengja póstinn. Fylgið þá þessum leiðbeiningum hér að neðan.

1) Fylgið sömu skrefum og í leiðbeiningunum hér, Uppsetning HI pósts í Thunderbird,nema þegar kemur að seinasta lið. Enn er mikilvægt að merkja við IMAP og síðan smellið á "Manual Config":
Mail Account Setup

2) Athugi hvort stillingarnar séu eins og hér að neðan. Mikilvægt er að breyta "Authentication" í "Normal password".

  • Incoming: IMAP - imap.hi.is - 143 - STARTTLS - Normal password
  • Outgoing: SMTP - smtp.hi.is - 465 - SSL/TLS - Normal password
  • User name: Ykkar notandanafn (án @hi.is) bæði fyrir "Incoming" og "Outgoing".

Smellið svo á "Done":
Mail Account Setup

Einnig er hægt að prófa að nota STARTTLS fyrir báða þjónanna.

3) Hér gætir þú fengið upp aðvörun varðandi "Outgoing settings". Hakið við "I understand the risk" og smellið á "Create Account":
Warning - Outgoing settings

4) Smelltu því næst á "Confirm Security Exeption":
Add Security Exeption

5) Nú á pósturinn að vera uppsettur og eftir nokkrar sekúndur ætti @hi.is pósturinn að sjást. Það gæti þó tekið einhvern tíma fyrir allar möppur og allan póst að birtast þarna undir ef um stór pósthólf er að ræða:
Inbox